Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Side 163
svo kallaða veðmáls- eða verðlaunaglíma, sem háð var á Akureyri í árs-
byrjun 1906, og sem allir eldri Akureyringar minnast enn í dag sem ein-
hvers mest spennandi atburðar á íþróttasviðinu, og sem ljóslega má sjá á
ummælum Akureyrarblaðanna frá þeim tíma. Heimildarmaður minn um
það og fleira, er hér fer á eftir, er Olafur Jónsson frá Skjaldarstöðum, gamall
og góður glímumaður og vel skýr. Er hann bróðir Jóns Jónssonar, bónda
á Skjaldarstöðum, sem var einn af fræknustu glímumönnum síns tíma. Hef
ég átt tal við Jón á Skjaldarstýðum um glímu, og er hann gagnfróður í
þeirri grein, drengur góður og mun hafa verið afburða karlmenni.
Um verðlauna-glímuna farast Norðra 5. janúar 1906 orð á þessa.leið:
„Verðlaunaglíma verður þreytt hér í leikhúsinu nú á þrettándanum og fær
sigurvegarinn 100 kr. í peningum að verðlaunum. Þeir, sem ætla að freista
hamingjunnar í því efni, eru: Verzlunarstjóri Jóhannes Jósefsson og verzl-
unarmaður Olafur V. Davíðsson.“
I næsta tölublaði Norðra, 12. janúar sama ár, segir svo um úrslit glím-
unnar: „Norðri gat þess um daginn, að opinber Veðglíma yrði háð 6. þ. m.
á milli þeirra Jóhannesar Jósefssonar og Ólafs V. Davíðssonar. Fjöldi
manns varð frá að hverfa, og þó mátti svo heita, að troðið væri í leikhúsið.
Þar stóð nálega maður við mann. Er það gott, að svo mikill áhugi er fyrir
þessari gömlu þjóðlegu íþrótt. Leikslok urðu þau, að Jóhannes sigraði í
öllum þremur glímunum. — Báðir glímdu þeir vel og liðlega, og þó Ólafur
engu síður, var það allgóð skemmtun á að horfa.“ ‘
I 10. tbl. Norðra frá 9. marz sama ár segir enn svo um glímur: „Síðast-
liðið þriðjudagskvöld þreyttu 32 menn á Akureyri glímu í leikhúsi bæjar-
ins. Aðgangur kostaði 75 aura og var húsfyllir. Tvö nýstofnuð félög reyndu
með sér glímurnar, 16 menn úr hvoru. Foringi Umf. Akureyrar er Jóhann-
es Jósefsson, sá sem veðglímurnar vann í vetur, en Valnum stýrir Guð-
laugur Pálsson, timbursmiður.“ — I framhaldi greinarinnar er svo skýrt
fráé glímunni á þá leið, að foringjarnir hafi báðir fallið og allt lið þeirra
að undanteknum einum manni, Olafi V. Davíðssyni, sem aðeins hafi fallið
einu sinni, en reglur hafi verið þær, að sá var til fulls yfirunninn og dæmd-
ur úr leik, er tvisvar hafi fallið.
Enn segir svo í 12. tbl. Norðra, 23. marz sama ár: „Grettir heitir félag,
sem er nýstofnað hér í bænum. Það er markmið þess að vinna að því, að
þjóðlegar íþróttir, einkum glímur, verði iðkaðar sem mest. Félagið hefur
gert ráðstafanir til að láta gera belti það, er ætlað er til að vera sæmdar-
merki glímumannsins á Islandi. Gerir félagið ráð fyrir, að glíman um
bellið fari fram þegar iðnaðarsýningin verður haldin hér í júnímánuði.“
163