Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Qupperneq 164
Af þessum og fleirum ummælum Norðra og annarra blaða á Akureyri
er ljóst, að mikill áhugi hefur verið þar fyrir glímunni á umræddum tíma,
Norðra farast orð á þessa leið þann 24. ágúst 1906: „Glímufélagið Grett-
ir hér á Akureyri hefur gengizt fyrir því, að komið yrði á allsherjarglímu
fyrir verðlaunagrip. Þessa glímu hefur félagið nefnt Verðlaunaglímu Is-
lands hina fyrstu, en gripur sá, er sigurvegarinn fær, er belti dýrmætt.
Þessi glíma fór fram síðastliðinn þriðjudag, þann 21. þ. m. í hinu mikla
samkomuhúsi Hofgæðinga, sem hér er í smíðum.”
Þessir tóku þátt í glímunni: Jóhannes Jósefsson, verzlunarstjóri, Olafur
V. Davíðsson, verzlunarmaður, Þorsteinn Þorsteinsson, trésmíðanemi, Krist-
ján Þorgilsson, trésmíðanemi, Þórhallur Bjarnarson, prentari, Páll Friðreks-
son, múrari, Páll Skúlason, verzlunarmaður, Jakob Kristjánsson, prentari
(þeir áttu allir heima á Akureyri), Sigurður Sigfússon, deildarstjóri, Húsa-
vík, Jón Sigfússon, Halldórsstöðum í Reykjadal, Emil Tómasson, Einars-
stöðum, Reykjadal.
Sóttust glímumennirnir af kappi tímum saman, en brátt kom þó í ljós,
hverjir líklegastir væru til að hreppa gripinn. Er helmingur var liðinn
glímunnar, féll einn óvígur, var það Sigurður Sigfússon, Húsavík. Slitnaði
æð í úlnliði hans. Þótti Þingeyingum það illa, því að þeir munu hafa talið
hann mestu atgerfi búinn sinna manna. Að lokum stóðu þrír uppi, er stóðu
nokkurn veginn jafnt að vígi, þeir Olafur V. Davíðsson, Jóhannes Jósefs-
son og Emil Tómasson. Vann Olafur þá báða og hlaut því beltið. Var það
afhent honum og á hann spennt af formanni Grettis, Vigfúsi Sigfússyni,
gildaskálastjóra. Það var og tekið fram, að þetta belti ætti jafnan að vera
Myndin til hœgri. Talið jrá vinstri, fremsta röð: Gísli Jónasson, Jakob
Kristjánsson, Jóhannes Jósefsson, Karl Sigurjónsson og Jón Pálsson, allir
jrá Akureyri. Ónnur röð: Pétur Siggeirsson og Jón Helgason, Akureyri,
Baldvin Friðlaugsson, Ágúst Olason og Sigurður Sigfússon (Bjarklind),
allir frá Húsavík. Þriðja röð: Benedikt Sigurjónsson, Skútustöðum, Mý-
vatnssveit, Þórólfur Sigurðsson, Baldursheimi, Mýv.sveit, Þorgeir Guðna-
son, Grœnavatni, Mýv.sveit, Sören Sveinbjarnarson, Hálsi í Kinn, Jón Sig-
fússon, Halldórsstöðum í Reykjadal, Stefán Helgason og Kristján Helga-
son, báðir frá Haganesi í Mýv.sveit. Efsta röð: Hallgrímur Jónsson, Bald-
ursheimi, Sigurður Jónsson, Grœnavatni, Jón Sigurjónsson og Helgi Fló-
ventsson frá Húsavík, Agúst Sigurgeirsson, Geiteyjarströnd, Mýv.sveit,
Emil Tómasson, Einarsst. Reykjadal og Þorvaldur Pálsson, Grenjaðarstað.
164