Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 166
i liöndum fræknasta glímumanns íslands, en eigi væri það hans eign. —
Glímudómendur voru: Eggert Laxdal, Akureyri, Jón Jónsson, Múla, Frið-
rik Kristjánsson, Akureyri, Snorri Kristjánsson, Akureyri, og séra Helgi
P. Hjálmarsson, Helgastöðum, Reykjadal.
í Norðra segir svo um glímuna: „Eigi verður því neitað, að vel glímdu
margir þessara manna í sprettum, en eigi duldist það oss, að Akureyring-
arnir tólíu hinum fram að því er snerti lipurð og fagurt glímulag. Fremst-
an teljum vér Jóhannes Jósefsson, því að hann hefur mest vald á líkama
sínum, og glíma hans var aðdáunarverðust." — En síðar kom fram í blað-
inu aðrar raddir, þar sem látið er í ljós það álit, að Þingeyinga hafi sízt
skort lipurð og fagurt glímulag á móts við Akureyringana.
Þegar kom fram yfir áramótin 1906—7, sést á ummælum ýmsra blaða,
að menn hafa tekið að æfa sig undir þátttöku í hinni miklu glímu. Eru
víðs vegar stofnuð glímufélög og ungmennafélög þjóta upp. Nær þessi alda
alla leið austur á Seyðisfjörð, svo að þar er stofnað Glímufélagið Sleipnir,
með það fyrir augum að senda mann eða menn á hina fyrirhuguðu Islands-
glímu. Sem dæmi um það, hvað áhugi var mikill fyrir glímu og öllu því,
sem að henni laut, tilfæri ég hér eitt: í 24. tbl. Norðurlands, þann 19.
janúar 1907 sténdur: „Verðlaunaritgerð. Fyrir beztu ritgerð um glímur og
aðrar íslenzkar íþróttir, heitir félagið Grettir 20 króna verðlaunum. Rit-
gerðir eiga að afhendast formanni Grettis fyrir miðjan febrúar n.k. og úr-
skurðar nefnd manna hver hljóti verðiaunin.“
I glímunni 1907 um Grettisbeltið tóku þátt 24 menn. Þar af voru 6 af
Akureýri, allir hinir að austan, nokkrir af Húsavík, úr Mývatnssveit og
yfir höfuð hingað og þangað úr Þingeyjarsýslu, allt austan frá Oddsstöð-
um á Melrakkasléttu. '
Þessari miklú glímu lauk svo, að Jóhannes Jósefsson stóð einn uppi ó-
sigraður, og hlaut hann því að sjálfsögðu Grettisbeltið. Spennti Friðrik
Möller það á hann og bað hann bera með sæmd vel og lengi. Fjórir menn
meiddust lítillega og eru Jóhannesi ekki dæmdir nema 19 vinningar. Um
vinningatölu segir svo í sömu grein: „Næstur Jóhannesi var Emil Tómas-
son, hann glímdi snilldarlega og felldi 17. Þá voru þeir Benedikt Sigurjóns-
son (Fjalla-Bensi) og Jón Helgason með 15 vinninga hvor. Jón Sigurjóns-
son 14, Hallgrímur Jónsson og Þorgeir Guðnason með 13, Baldvin Frið-
laugsson 12, Stefán Helgason og Sigurður Jónsson 10, og þá hver af öðr-
um með þaðan af. færri.
Þá segir svó í niðurlagi greinarinnar: „Vér teljum glímur þessar merkis-
viðburð og tökum undir það, sem formaður Grettis, Friðrik Möller, mælti
166