Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 168
og urðu deilur miklar og hark, bæði milli dómnefndar og áhorfenda. VarS þó
niðurstaðan sú, að Jóhannesi var dæmt beltið. Hafði hann þá hlotið 8 vinn-
inga með því að dæma honum vinning í glímunni við Pétur, en næstur Jó-
hannesi var Þorgeir Guðnason með 7 vinninga. En næst áður en Pétur og Jó-
hannes glímdu saman, voru þeir þrír: Jóhannes, Pétur og Þorgeir jafnir að
vinningatölu með 7 vinninga hver og enga byltu hlotið eða glímt hver við ann-
an. Varð út af úrskurði dómnefndar, og þessari glímu yfirleitt, hinn mesti
úlfaþytur. Var svo til orða tekið í einu Akureyrarblaðinu, að óhug hefði sleg-
ið á Þingeyinga við ófarir Péturs og hefðu þeir gengið frá glímunni.
í 50. tölublaði Norðurlands, 18. júlí 1908, skrifar Sigurður á Arnarvatni
langa og að mörgu leyti merkilega grein um Beltisglímuna. Segir hann á
þá leið í upphafi greinarinnar, að hann sjái sig til neyddan að mótmæla
því, sem gefið hafi verið í skyn, að Þingeyingar hafi ekki þorað að halda
áfram glímunni, eftir að Pétur slasaðist, og að þeir hafi greinilega skýrt
það, hvers vegna þeir hættu og gengu frá, aðeins vegna þess að þeim þótti
þarna vera glímt eða dæmt eftir öðrum lögum en þeir hefðu vanizt.
Þann 17. júní 1909 var glímt um Grettisbeltið í 4. sinn á Akureyri. Þann
dag héldu Umf. í fjórðungssambandi Norðlendinga mikla hátíð á Oddeyr-
artúnum. Var þar, ásamt mörgum öðrum skemmtiatriðum, mikið íþrótta-
mót. Þar var keppt í glímu í 5 þyngdarflokkum. Jón á Skjaldarstöðum var
í 5. og þyngsta flokki (yfir 165 pund), og hlaut þar 1. verðlaun, felldi hann
alla, sem hann glímdi við. 14. flokki (145—165 pund) sigraði Sigurður Sig-
urðsson frá Oxnhóli, í 3. flokki (120—145 pund) sigraði Jakob Kristjánsson,
Akureyri, í 2. flokki (100—120 pund) sigraði Jón Kristjánsson, Akureyri, og
í 1. flokki (undir 100 pund) sigraði Júlíus Sigurðsson, Akureyri. Þátttakend-
ur í þessari glímu munu hafa verið nær 30. Um kvöldið var svo Islandsglíman
háð í samkomuhúsi bæjarins. Þátttakendur voru þessir: Pétur Sigfússon,
Halldórsstöðum, Sturla Jónsson, Jarlsstöðum, Valgeir Árnason, Auðbrekku
(þessir þrír meiddust lítillegá og gengu úr glímunni), Guðmundur A.
Stefánsson, Reykjavík, Sigurjón Pétursson, Reykjavík, Pétur Jónsson, Gaut-
löndum, Kári Arngrímsson, Ljósavatni, Þorgeir Guðnason, Grænavatni,
Björn Jónsson, Skútustöðum (nú Hólsseli á Fjöllum), Jónas Helgason,
Grænavatni, Jón Jónsson, Skjaldarstöðum, Olafur Sigurgeirsson, Akureyri,
Sigurður Sigurðsson, Oxnhóli.
Guðmundur A. Stefánsson vann glímuna, hann féll aldrei. Næstur honum
varð Sigurjón Pétursson og þriðji maður varð Pétur Jónsson, Gautlönd-
um, sem fyrr var nefndur. Hann féll fyrir Guðmundi, Sigurjóni og Jóni á
Skjaldarstöðum. I þessari glímu sást í fyrsta sinn glímubelti á Akureyri,
168