Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Side 170
'
Þingvallaglíman 1S07
Þessi fræga glíma fór fram í viðurvist konungsins Friðriks áttunda, ríkis-
þingsmanna, alþingis og annarra karla og kvenna hundruðum saman.
Sjálfsagt hefur engin glíma hér á landi verið sótt með jafnmiklum
„spenningi“ eins og þessi glíma. Var það ekki sízt fyrir ummæli þáverandi
glímukappa Islands, Jóhannesar Jósefssonar, er hann heitstrengdi að halda
þar velli, hverjum, sem væri að mæta. Þótti sumum þau ummæli nokkuð
digurmælt, en bjuggust þó við, að hann mundi geta staðið við þau, þar
sem hann hafði fáum mánuðum áður unnið svo frægan sigur í íslands-
glímunni á Akureyri. En eftir var þó að vita, hve vel Sunnlendingar hefðu
undirbúið sig, því að þeir ætluðu nú að verða með í leiknum.
Þessir glímdu: Jóhannes Jósefsson, Hallgr. Benediktsson, Guðm. Stefáns-
son, Sigurjón Pétursson, Snorri Einarsson, Guðm. Sigurjónsson, Árni Helga-
son og Guðbr. Magnússon. Var eftirvæntingin og umtalið um glímuna afar
mikið og menn biðu með óþreyju þeirrar stundar, er glíma átti. A dagskrá
hátíðarinnar stóð, að fangbrögð skyldu hafin kl. 4 síðd. á danspallinum,
og þá streymdi líka allur þingheimur þangað.
Hljómaði þá og suðaði í sífellu fyrir eyrum glímumannanna: „standið
ykkur, standið ykkur“, og kom sú hvöt þeim til að hitna um hjartaræturn-
ar, ekki sízt þar sem flestir gerðu sér víst litla von um annað, en að verða
að lúta lágt fyrir glímukappanum norðlenzka. Það dró heldur ekki úr
hitanum að heyra, hve mannsöfnuðurinn í kringum pallinn var áhuga-
rnikill og áfjáður eftir að fá að vita, hver sá og sá væri af glímumönnun-
um, líkt og annars á sér stað um lýðfræga ræðuskörunga eða stjórnvitringa.
„Hver er sá, sem þarna glímir?" — „Þetta er hann Jóhannes glímukappi“
— „þetta hann Hallgrímur ... Sigurjón ... Guðmundur ... og þessi
bráðfimi þarna hann Snorri Einarsson“ o. s. frv.
Og nú kallar A. Tulinius sýslumaður, sem glímunum stýrði, þá Jóhannes
og Sigurjón og gangast þeir að, glíma létt og liðlega, og skipti þó ekki
mörgum togum áður en Jóhannes laut að velli.
Dundu þá við fagnaðaróp mikil hjá þingheimi, því að meginþorri áhorf-
endanna voru Sunnlendingar, og þótti þeim jafnan vænt um, er þeirra
maður bar hærri hlut. Svo glímdu þeir Guðm. Stefánsson og Jóhannes, og
féll Guðmundur að úrskurði dómnefndar. Þá glímdu þeir Hallgrímur og
Jóhannes, og varð nú hljóð meðan stóð á þeim sviftingum.
Féll Jóhannes fyrir Hallgrími, og dundu þá við glymjandi fagnaðaróp.
I annað sinn glímdu þeir Sigurjón og Jóhannes (um 3. verðlaun), en þá
170