Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 173
Olympíufarar 1908. — Frá vinstri: Jóhannes Jósefsson, Hallgrímur Bene-
diktsson, Guðm. Sigurjónsson, Sigurjón Pétursson, Páll Guttormsson, Jón
Pálsson og Pétur Sigjússon.
súrt í broti, að verða að detta á svipstundu, og skilja ekkert í þeim brögðum,
sem beitt var, eða afleiðingum þeirra. Því þeir vissu ekkert fyrr en þeir lágu
á bakinu á gólfinu og hristu höfuðið yfir öllu saman. Það er óneitanlega
skemmtilegt augnablik fyrir glímumanninn, er hann stendur þannig frammi
fvrir þúsundum manna. Það er kallað frammi í salnum: „Getur maður feng-
ið að reyna?“ — „Guðvelkomið“ er svarað, og svo þrammar heljarstór bel-
jaki upp á leiksviðið, tekur tökum, og býðst til að standa og verjast, þegar
merkið er gefið. En áður en varir, er komið á hann gott klofbragð og hann
flatur á gólfið. Og sömu ferðina fara þeir svo hver af öðrum, allir sem reyna.
En áhorfendurnir verða forviða af undrun yfir snarleik glímnmannanna og
þeim fítonskrafti, sem þeir hafa í fótunum.
Sýningin á Olympíu-leikhúsinu varð til þess, að margir fengu dálitla hug-
mynd um glímuna og fóru að veita henni eftirtekt af alhuga. Með því var
fyrsta sporið stigið: Glíman var orðin kunn á alþjóðamóti heimsins, og liggur
því næst fyrir að vinna að því, að hún verði liður á dagskrá ólympsku leikj-
anna. Að því marki eiga íslenzkir íþróttamenn að keppa. Það er hámarkið.
(Eimreiðin 1912); sjá framh. á bls. 186.
173