Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 174
Minnisstæðir glímumenn
Eftir Kjartan Bergmann
MeS kajla þessum á aS hefjast stutt jrásögn um helztu ajreksmenn ís-
lenzku glímunnar, síSan um aldamótin. VerSur jyrst byrjaS á þeim glímu-
köppum, sem unniS haja GrettisbeltiS, en síSar verSur ritaS um aSra nafn-
kunna glímumenn. Sökum þess hve rúm þaS, sem Arbókin hefur yfir aS
ráSa er takmarkaS, verSa þœttir þessir aSeins stutt yfirlit um hvern og
einn, en ekki tœmandi eSa ýtarlegar lýsingar á hverjum glimumanni. Reynt
mun þó verSa aS bregSa þaS skœru Ijósi á glímumennina, aS síSari tíma
menn geti gert sér nokkra grein fyrir því, hverskonar menn hér hafi veriS
um aS ræSa.
Olafur V. Davíðsson
Glímukappi Islands 1006 — fyrsti handhaji Grettisbeltisins
I fyrstu Islandsglímunni um glímubelti íslands, sem fram fór á Akur-
eyri 21. ágúst 1906 varð hlutskarpastur Olafiy V. Davíðsson, þá piltur um
tvftugt; var það mikið afrek af jafn ungum manni.
Eg mun nú taka hér upp orðréttan kafla um Öiaf, sem gamall glímu-
félagi hans, Þórhallur Bjarnarson prentari, hefur um hann skráð: „Ölafi
var í vöggugjöf gefið bæði snarræði og léttleiki, og nýtur hvort tveggja sín
vel í íslenzkri glímu, enda mun hann hafa þótt einkar skemmtilegur glímu-
maður á að horfa. Tvö voru hans skæðust brögð: öfug sniðglíma og krækja,
sem hann byrjaði á sem innanfótar-hælkrók á vinstri fót andstæðingsins,
en krækti svo tánni út og aftur fyrir fótinn, svo að fóturinn varð í sjálf-
heldu, ef bragðið tókst. Mun þetta vera nokkurs konar Ölafskrækja í is-
lenzkri glímu, sem ég hef séð fáa beita með eins góðum árangri og hann.
Ólafur glímdi aðeins þetta eina sinn um beltið, því að hann var kominn af
landi burt, er næst var um það glímt. Dvaldi hann erlendis um allmörg ár.
— Olafur hefur alla daga rækt líkama sinn og þjálfað. ffann segir, að
líkaminn sé bankabók, sem lífið gefi út ávísanir á, og þess vegna verði að
leggja inn í bókina (þjálfa líkamann) svo innstæðan sé alltaf fyrir hendi.‘
Mér er minnisstætt í fyrsta skipti, sem ég sá Ólaf V. Davíðsson. Ég varð
hrifinn af þessum fagurlimaða stælta og djarfmannlega manni, sem bar
höfuðið hátt, og sem sjáanlega mundi ekki hopa, þó einhver hindrun yrði
á leið hans.