Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 176
Jóhannes Jósefsson
Glímukappi íslands 1907 og 1908
Pétur Sigfússon frá HalldórsstöSum, samtíðarmaður og glímufélagi Jó-
hannesar segir um hann: „Þegar minnst er á Jóhannes Jósefsson sem
brautryðjanda á íjjrótta- og vakningasviSi íslenzku þjóðarinnar, verður það
óefað tvennt, sem ber að minnast. — Fyrst það, að hann mun vera sá mað-
ur, sem fyrsta og stærsta þáttinn átti í því að flytja til Islands ungmenna-
félagshreyfinguna.
Annað atriðið er íslenzka glíman. Þó Jóhannes Jósefsson hyrfi tiltölulega
fljótt af íþróttapöllum Islands, þá hafði hann gert svo alvarlegt öldurót í
tilveru íslenzku glímunnar með sínum óvenju sterklegu tilþrifum, að enn
þann dag í dag kennir boða frá því ölduróti. Jóhannes Jósefsson var glímu-
kappi Islands, er hann hvarf burt af Islandi — en á þeim árum var hann
mjög umdeildur glímumaður. Munu það ýmsir mæla, sem við hann þreyttu
kappglímur, að hann hafi verið „þungur sem blý“ og „sterkur sem naut“,
— og þó að þetta hvort tveggja sé allsatt, þá er hið þriðja og fjórða, sem
um manninn hefur verið talað, og mér er afar vel kunnugt, einnig satt, •—
að hann var einnig stæltur sem stál, og gat verið, ef hann vildi það við hafa,
léttur og mjúkur.
Jóhannes vildi flytja íslenzku glímuna út í heiminn, gera hana að einum
lið alheimskappleikja. I þá viðleitni eyddi hann öllurn sínum beztu árum,
og án þess að ég vilji leggjá nokkurn dóm á það, hversu árangursrík sú
viðleitni hefur orðið, þá vil ég fullyrða eitt — og tel það hafa meginþýð-
ingu til að skýra glímumanninn Jóhannes Jósefsson —• að það voru ekki
kraftar, þyngd né „bolabrögð", sem Jóhannes dró fram með sýningum sín-
um, sem aðalsmerki íslenzku glímunnar, heldur krafðist hann skilyrðislaust
af okkur, sem með honum unnum, bragðfimi, léttleika, snarræðis og mýkt-
ar, — og þar var honum sjaldnast fullnægt."
Eg sá Jóhannes fyrst á íþróttamóti í Borgarfirði. Þar hélt hann eldheita
hvatningarræðu til íslenzkra íþróttamanna. Þá var hann nýkominn úr sigl-
ingu. Ég man, að mig langaði mjög til að sjá þennan fræga íþróttamann,
sem hafði borið merki íslenzkra íþrótta víða um heim, og ég varð sann-
færður um það, að hann hefði borið það merki með mikilli prýði.
Jóhannes mun hafa lagt mikla hugsun í glímu sína, og glímt mjög breyti-
lega, eftir því við hvern hann átti. Helztu brögð hans vorti: Krækja (fasta-
krækja), klofbragð og mjaðmarhnykkur.
176