Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Side 184
FullorSnir: 1. Kristinn Guðmundsson, 2. Guðni, Guðnason, 3. Sigurbjörn
Eiríksson. Fegurðarglímuverðlaun féllu á sömu lund.
Drcngir: 1. Hilmar Sigurðsson, 2. Armann J. Lárusson, 3. Sigurður Magn-
ússon. Ármann fékk 1. fegurðarglímuverðlaun, Hilmar 2. og Sigurður 3.
Glímuráð Reykjavíkur (G.R.R.)
Árið 1946 var Glímuráð Reykjavíkur þannig skipað: Gunnlaugur J.
Briem, formaður, Lárus Salómonsson, Kristmundur Sigurðsson, Sigurður
Ingason og Tryggvi Friðlaugsson.
Núverandi stjórn, sem kosin var á aðalfundi ráðsins 6. marz 1947, er
þannig skipuð: Sigurður Ingason, formaður, Lárus Salómonsson, Krist-
mundur Sigurðsson, Tryggvi Friðlaugsson og Tiyggvi Haraldsson.
Glímuför Ármanns til Svíþjóðar 1946
Eftir Kjartan Bergmann
Tildrög þessarar Svíþjóðarfarar Glímufél. Ármanns voru þau, að Svenska
Ungdomsringen för Bygdakultur sendi um miðjan maí 1946 boð til Ár-
manns um að senda flokk glímumanna á þjóðdansamót, sem halda skyldi í
Stokkhólmi dagana 5., 6. og 7. jiilí. Var þetta í 13. sinn, sem slíkt mót var
haldið, en í fyrsta skipti, sem Islendingum var boðin þátttaka í því.
Boði þessu var þakksamlega tekið, og var undirbúningur undir förina
hafinn þegar í stað, æfingum fjölgað til muna og lögð sérstök áherzla á,
að þátttakendur væru hæfir til að sýna góða og fagra glímu.
Svenska Ungdomsringen för Bygdakultur var stofnað 1920, og átti því 25
ára afmæli 1945. Félagsskapur þessi er að nokkru leyti skyldurvissum grein-
um ungmennafélagahreyfingarinnar, eins og hún var hugsuð í upphafi, og
vinnur að því að viðhalda margs konar byggðamenningu, svo sem þjóðdöns-
um, þjóðlögum og fjöldamörgum atriðum öðrum úr fornri menningu.
Félagsskapur þessi er mjög vinsæll, enda sóttu mótið um 1500 þátttakend-
ur: 30 frá Danmörku, 30 frá Noregi, 45 frá Finnlandi og svo við 15 Islend-
ingar. Ennfremur um 1400 Svíar. — 14 glímumenn voru valdir til þessarar
Svíþjóðarfarar. Fararstjóri var Jón Þorsteinsson, sem einnig var stjórnandi
flokksins, og var þetta í 5. skipti sem hann ferðast til útlanda með glímu-
flokk, en í 8. skipti, sem hann fer utan með íþróttaflokk.
Við tókum okkur far með Dronning Alexandrine 29. júní. Á leið okkar
komum við til Þórshafnar í Færeyjum og svo til Kaupmannahafnar. Það
var snemma morguns 5. júlí, sem við litum Svíþjóð í allri sinni dýrð, við