Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 188
Glímukeppnin úti á landi 1946
KAPPGLÍMA VESTMANNAEYJA 1946 var háð 3. febr. í Sam-
komuhúsi Vestmannaeyja. Keppt var í tveimur flokkum, 5 í fyrsta flokki,
en 4 í öðrum flokki, og voru það drengir yngri en 17 ára. •— Urslit í
fyrsta flokki urðu þessi: Sigurvegari varð Húnbogi Þorkelsson, Þór með
4 vinninga og lagði alla keppinauta sína. Vann hann glímubelti Vestmanna-
eyja og titilinn glímukóngur Vestmannaeyja. Annar varð Kristján Georgs-
son, Þór með 3 vinninga og 3. Gunnar Stefánsson, Tý með tvo vinninga.
— Fyrrverandi glímukóngur var Þorvaldur Olafsson, Þór, sem dvaldist í
Reykjavík. I 'óSrum flokki sigraði Jón Bryngeirsson Þór með 3 vinninga.
Fékk hann silfurbikar frá Tý i verðlaun. Hinir urðu allir jafnir með einn
vinning hver. — Glímustjóri var glímukennari IBV, Sigurður Finnsson.
AKRANES. 17. júní fór fram kappglíma Akraness. Sigurvegari varð
Sigurður Arnmundsson, lagði hann alla keppinauta sína og hlaut þar með
skjöld þann, sem um var glímt. Annar varð Einar Vestmann. Keppendur
voru 6 talsinsi
HÉRAÐSMÓT SKARPHÉÐINS 23. júní. Úrslit glímukeppninnar um
Skarphéðinsskjöldinn urðu þessi: 1. Sigurjón Guðmundsson, U.M.F. Vöku,
6 vinninga. 2. Agúst Steindórsson, U.M.F. Hrunamanna, 4 vinninga. 3.
Sigurður Sigurjónsson, U.M.F. Trausta, 3 vinninga. — Keppendur voru
7 talsins.
HÉRAÐSMÓT U.M.S. EYJAFJARtíAR að Hrafnagili 22.-23. júní.
Úrslit glímunnar urðu þessi: 1. Pétur Sigurðsson, Umf. Möðruv.s. 4 vinn-
inga. 2. Steinn Snorrason, Bindindisfél. Vakandi 3 vinninga. 3. Ragnar
Sigtryggsson, Bindindisfél. Vakandi 2 vinninga. Keppendur voru 5 að tölu.
ÍÞRÓTTAMÓT U.M.F. SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU að
Skildi í Helgafellssveit 23. júní. Glímukeppnin fór þannig: 1. Ágúst Ás-
grímsson, 3 vinninga. 2. Stefán Asgrímsson, 2 vinninga. 3. Einar Hjartar-
son, 1 vinning. Allir úr Iþróttafélagi Miklholtshrepps.
LANtíSMÓT U.M.F. ÍSLANDS að Laugum 6.—7. júlí. Úrslit glímu-
keppninnar urðu þessi: 1. Sigurjón Guðmundsson, Skh. 6 vinninga. 2.
Friðrik Jónasson, Þ. 5 vinninga. 3. Haukur Aðalgeirsson, Þ. 4 vinninga.
4. Egill Jónasson, Þ. 3 vinninga. 5. Ágúst Steindórsson, Skh. 2 vinninga.
6. Guðm. Þorvarðarson, E. 1 vinning. 7. Steingrímur Jóhannesson, Þ. engan
vinning. — Glímustjóri var Þorgils Guðmundsson.
138