Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 195
GOLF
Ágrip af golfsögu íslands
Ejtir Benedikt S. Bjarklind
Stofnun Golfklúbbs Islands í Reykjavík
ÞaS var á öndverðu árinu 1934, aö íslenzku læknarnir Gunnlaugur
Einarsson og Valtýr Albertsson voru saman á ferðalagi um Norðurlönd —
SvíþjóS og Danmörku. Þar komust þeir í kynni viS golfíþróttina og er
skemmst af því að segja, að eftir að þeir höfðu verið nokkrum sinnum úti
á golfvöllum meS starfsbræSrum sínum, urðu þeir svo heillaðir af golfinu,
að þeir ákváðu að ryðja því braut hér á landi. I Kaupmannahöfn komust
þeir í kynni við amerískan golfkennara, Walter Arneson að nafni, og
hófu nám hjá honum. Hvatti hann þá mjög til þess að stofna til golfleika
á Islandi og hét þeim liðsinni sínu og aðstoS við kennslu, er nauðsynleg-
um undirbúningsstörfum væri lokið hér. Annan hvatamann þessa máls er
og skylt að nefna, en það er herra Sveinn Björnsson, forseti íslands, sem
þá var sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, og hafði hann þá um nokk-
urra ára skeið stundað golf í Danmörku. Er skemmtilegt til þess að vita,
að forseti vor skuli þannig, um 40 árum síðar en hann var einn í hópi
fyrsta knattspyrnuliðs á íslandi, verða til þess að stuðla að stofnun fyrsta
golfklúbbs á íslandi.
Þegar eftir heimkomu sína frá Norðurlöndum hófu læknarnir undir-
búning að stofnun golfklúbbs hér í Reykjavík, og hinn 14. desember 1934
var formlega stofnaður fyrsti golfklúbbur á Islandi — Golfklúbbur Is-
lands í Reykjavík. Stofnfélagar voru 57.
Þegar þessu skrefi var nú náð, lá næst fyrir að afla félögunum kennslu
og komast yfir nothæft land fyrir golfvöll. Var nú leitað til W. Arneson
og hermd upp á hann gefin loforð og brást hann vel við og kom hingað
í janúar 1935. Tók hann þegar til starfa við kennsluna og aðrar nauð-
synlegar leiðbeiningar. AS hans ráði var tekið á leigu svonefnt Austur-
195