Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 198
Vígsluskotið 1. ágúst 1938 (Helgi Eiríksson).
var tryggður, enda hefur hann eflzt með ári hverju. Þó hefur hann að
sjálfsógðu átt við ýmsa örðugleika að etja, eins og jafnan vill verða, þegar
nýjungum er hrotin braut. En hann hefur einnig átt hauka í horni, er
stutt liafa hann með ráðum og dáð. Ber þar hæst Gunnlaug heitinn Einars-
son, lækni, hinn ötula og ósérplægna brautryðjanda golfíþróttarinnar hér á
landi, er vann klúbbnum allt, er hann mátti til hinzta dags. Mun hans
ætíð verða minnzt í golfsögu Islendinga. Einnig hefur hann átt því láni
að fagna að njóta aðstoðar góðra, erlendra golfkennara. Er þar fyrstan að
nefna W. Ameson, er áður hefur verið minnzt, en hann kom tvívegis hing-
að til lands og fór héðan alfarinn á árinu 1938. En sumarið 1938 kom
hingað bróðir hans, Rube Arneson, og dvaldi hér við kennslu um tveggja
ára skeið. Þá hafði stríðið lokað öllum sundum og fékkst nú enginn golf-
kennari til landsins. Var það rnjög bagalegt og stóð í vegi fyrir félaga-
fjölgun klúbbsins, því að kennsla og handleiðsla góðs kennara er nauðsyn-
leg hverjum hyrjanda í golfi. Stóð svo til ársins 1943, en þá bauðst klúbbn-
um aðstoð bandarísks setuliðsmanns, Robert Waara, golfkennara, og naut
klúbburinn hans til loka Evrópustríðsins. Annar bandarískur setuliðs-
maður, Wilson að nafni, kenndi og á vegum klúbbsins um tíma á árinu
198