Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 200
1938: Herdís Guðmundsdótlir
1939: Sama
1940: Olafía Sigurbjörnsdóttir
1941: Sama
1942: Ragnheiður Guðmundsdóttir
Konur:
1943: Ólafía Sigurbjörnsdóttir
1944: Herdís Guðmundsdóttir
1945: Sama
1946: Anna Kristjánsdóttir
1947: Ekki keppt
Golfklúbbur Akureyrar
Þegar eftir að golfleikar hófust í Reykjavík bárust fréttir af þessum
nýja leik til Akureyrar, og eftir að einn af borgurum þess bæjar, Gunnar
Schram, símstjóri, hafði fengið tækifæri til þess að kynnast leiknum,
strengdi hann þess heit að hrinda af stað stofnun golfklúbbs á Akureyri.
Fékk hann í lið með sér sr. Friðrik Rafnar, vígslubiskup, o. fl. mæta borg-
ara þar í bæ, og hinn 19. ágúst 1935 var haldinn stofnfundur Golfklúbbs
Akureyrar. Stofnféiagar voru 27.
Var nú leitað til G. I. um kennara og fór Walter Arneson til Akureyrar
fljótlega eftir stofnun klúbbsins, og dvaldist þar um skeið við kennsltt og
veitti nú Akureyringum samskonar aðstoð og Reykvíkingum áður. Síðar
kom hann aftur tvisvar sinnum til Akureyrar og dvaldi þar um nokkurn
tíma, og árin 1938 og 1939 dvaldi bróðir hans, Rube Arneson, þar einnig
um skeið. Síðan hafa Akureyringar engrar golfkennslu notið og hefur það
staðið golflífi þeirra mjög fyrir þrifum.
Þegar klúbburinn hóf starf sitt, tókst honum að fá á leigu nokkurt land-
svæði á Gleráreyrum, en bæði var það lítið og í órækt. Þó gátu þeir komið
þar fyrir 6 holum. Við þenna völl hafa þeir orðið að una allt fram til þessa
árs og hefur það verið þeim mjög til baga, en nú hefur raknað úr þeim
vandræðum, því að í sumar hófu þeir leika á nýjum 9-holu velli, sem hefur
öll skilyrði til þss að geta orðið hinn ágætasti með tíð og tíma, og við hann
binda þeir miklar vonir.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafa þó árlega verið háðir margir kappleikir
á vegum G. A. og á hann nú 7 verðlaunabikara. Meistarakeppni klúbbsins
var fyrst háð á árinu 1938.
Meistarar Golfklúbbs Akureyrar frá byriun
1938: Gunnar Schram
1939: Sigtryggur Júlíusson
1940: Jóhann Þorkelsson
1941: Gunnar Hallgrímsson
1942: Sami
1943: Sigtryggur Júlíusson
1944: Gunnar Hallgrímsson
1945: Sami
1946: Sigtryggur Júlíusson
1947: Jón Egilsson
200