Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 211
HANDKNATTLEIKUR
Upphaf handknattleiks á íslandi
Handknattleikur er ung íþrótt, hann er talinn eiga rætur sínar að rekja •
til nemenda viff danskan gagnfræSaskóla rétt fyrir síðustu aldamót. Fyrst
var leikurinn einvörðungu leikinn úti. Ymsir telja, að hann sé runninn frá
„rugby“-leiknum, en hinsvegar er körfuknattleikurinn ameríski, sem fyrst
var leikinn 1891, líkastur handknattleiknum, eins og hann er leikinn inn-
anhúss.
Arið 1934 voru fyrstu alþjóðareglur í handknattleik samdar, en áður
höfðu reglur Þjóðverja gilt á alþjóðamótum, en fyrsta alþjóðamót hand-
knattleiksmanna var haldið í Köln árið 1926.
Svíar og Danir byrjuðu fyrstir að leika handknattleik innanhúss. Var það
á árunum 1911—12. I ráði var, að keppt yrði í handknattleik innanhúss á
Olympíuleikunum í Berlín 1936, en varð þó eigi af því, vegna þess að al-
þjóðareglur voru þá ekki til um innanhússleik. Var Svíum og Dönum falið
að semja reglurnar, og var endanlega frá þeim gengið 1939.
Hingað til lands mun leikurinn hafa borizt með Valdimar Sveinbjörns-
syni, núverandi kennara við Menntaskólann í Reykjavík. Hafði hann
kynnzt leiknum í Danmörku og taldi, að hann mundi falla fslendingúm
vel í geð. Valdimar reyndi leikinn fyrst í Barnaskólanum í Reykjavík
haustið 1921. Valdimar kenndi leikinn svo á næstu árum hér í skólanum
og Hafnarfirði, svo og á námskeiðum I.S.I. úti um land (m. a. Laugum í
Þingeyjarsýslu, Akureyri og Siglufirði).
Fyrsti opinberi kappleikur hérlendis fór fram 1928 milli kvenflokka úr
Iþróttafélagi Hafnarfjarðar og Ungmennafélagi Reykjavíkur og milli
drengja frá Barnaskólanum í Reykjavík og Barnaskóla Hafnarfjarðar. Þess-
ir kappleikir voru haldnir utanhúss.
Vorið 1928 byrjaði Valdimar leikfimiskennslu við Menntaskólann í
Reykjavík. Kenndi hann nemendum leikinn, og fékk liann brátt byr undir
211