Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 214
í heimsókn til Reykjavíknr. Því miður dagaði þessi stúlknaflokkur K.R.
uppi, og var það ekki fyrr en eftir 1940, sem K.R. eignaðist reglulegan
kvenflokk í þessari grein. Um og eftir 1936 æfðu piltar í K.R. dálítið
handknattleik og léku þá nokkra æfingaleiki,- en ekki komst þó verulegur
skriður á starfsemina fyrr en eftir 1940.
Um 1938 byrjaði áhugasamur drengjaflokkur úr I.R. að æfa handknatt-
leik og lék m. a. nokkra æfingaleiki, einkum við Samvinnuskólann, en
reglulegur kvenflokkur varð þar ekki til fyrr en fyrir landsmótið 1940.
1937 hefjast fastar handknattleiksæfingar hjá kvenflokki Ármanns, en
áður höfðu verið gerðar nokkrar árangurslausar tilraunir í þá átt. Þessi
kvenflokkur Ármanns hafði mjög náið samstarf við Hauka-stúlkurnar í
Hafnarfirði, og varð báðum að því hinn mesti styrkur. Karlflokkur Ár-
manns varð hins vegar ekki til fyrr en 1940 og þá aðeins í yngri flokkum.
Víkingar munu ekki hafa haft neinar fastar æfingar innan síns félags, en
héldu vel saman í Menntaskólanum og Háskólanum og áttu þar mjög
sterkt lið.
Fram kemur ekki við sögu handknattleiksins fyrr en félagið tekur þátt í
landsmótinu 1940 (meistarafl. karla), en kvenflokkur þeirra varð ekki til
fyrr en síðar.
Auk þessara félaga höfðu bæði Ægir og Iþróttafélag kvenna æft hand-
knattleik, en án þess að hafa keppni fyrir augum. I rauninni má segja, að
Reykjavíkur- og Hafnarfjarðarfélögin álíti fyrst mögulegt að hefja reglu-
lega keppni í þessari grein, er þau kynnast hinum ágætu húsakynnum Jóns
Þorsteinssonar í íþróttahúsinu við Lindargötu. Fyrr var ekki til hæfilegt
hús fyrir handknattleikskeppni, því að enda þótt einstakir skólar hafi oft
keppt innbyrðis í sínum þröngu húsakynnum, réð þar oft meira afl og
kraftur en leikur og leikni. Engu að síður voru það þessir skólar, sérstak-
lega Menntaskólinn, sem mestan þátt áttu í því, að þessi vinsæla íþrótt
lagðist ekki niður með öllu.
HandknattleiksráS Reykjavíkur (H.K.R.R.)
Á aðalfundi ráðsins í byrjun marz 1947 var kjörin stjórn, sem er þannig
skipuð: Sigurður Magnússon, formaður, Þórður B. Sigurðsson, Sæ-
mundur Gíslason, Ingvi Guðmundsson, Baldur Bergsteinsson, Skúli Norð-
dahl og Þórður Þorkelsson.
214