Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Qupperneq 234
Figg og kallafti sig hmialeikameislara Englands. Markmið skólans var a'ð
kenna þátíma herramönnum listina að verja sig.
Fyrstu hnefaleikareglurnar eru samdar 1743 af Jack Boughton og 1747
lét hann fyrstur manna nemendur sína nota hnefaleikahanzka. Boughton
var Englandsmeistari frá 1734—50. Þegar hanzkarnir konm til sögunnar
varð íþróttin strax almennari. Boughton er í raun og veru talinn bezti hnefa-
leikamaður gamla skólans og faðir liins raunverulega hnefaleiks. I lögum
hans um hnefaleika var m. a. tekið fram, að leikurinn færi fram í fyrirfram
ákveðnum ferhyrning, að keppandinn væri yfirunninn, þegar hann væri bú-
inn að vera niðri í 30 sek. og einnig að leikurinn dæmdist af einum dómara.
Lotan stóð þar til annar lá, og þar af leiðandi gat hún staðið yfir í 10—20
mín. Boughton var sigraður af Jack Slack. Enginn af þeim meisturum, er
komu næst á eftir, urðu eins frægir og Boughton nema ef verið gæti John
Jackson, sem meðal nemenda sinna gat talið hið fræga skáld Byron. Arið
1865 voru gerðar hinar fyrstu reglur fyrir áhugamenn, en það voru Queens-
berryreglurnar. Samkvæmt þeim er bannað að berjast án hanzka og komið
er á þriggja mín. lotum með hvíld á milli.
Fyrsta áhugamannakeppnin, er fram fór eftir þessum reglum, var háð 1867.
Árið 1878 semja Ameríkumenn sínar fyrstu reglur fyrir áhugamenn, en nú
er aftur á móti keppt eftir sömu reglum á öllum alþjóðamótum.
Nútíma hnefaleikur er allt annað en hinn gamli, enski hnefaleikur var í
byrjun. I staðinn fyrir kraftana eina, hefur tæknin komið til sögunnar.
Áður fyrr þekktu menn ekki orsökina til rothögga, nú aftur á móti þekkja
menn hana, en þessi vitneskja hefur gerbreytt hnefaleikaíþróttinni og orðið
grundvöllur hinnar nýju tækni. Reglur þær, sem nú er farið eftir, eru svo vel
úr garði gerðar, að þær eru hin bezta trygging gegn slysum, enda koma 'slys
sjaldan fyrir í hnefaleik, ég held sjaldnar en í flestum öðrum íþróttum.
Hnefaleikaíþróttin hefur átt örðugt uppdráttar hér á landi, mest fyrir það,
að rnenn, sem ekki hafa viljað skilja íþróttalegt gildi hennar og hina full-
komnu líkamsþjálfun, er hún veitir, ef rétt er'með farið, hafa lagt sig í líma
við að rífa hana niður og jafnvel gengið svo langt að reyna að koma hnefa-
leikum út af stefnuskrá I.S.I.
En sem betur fer er skilningur manna að aukast á gildi þessarar góðu
íþróttar, og hún á nú orðið þúsundir unnenda víðs vegar um land og á aug-
sýnilega vaxandi fylgi að fagna, þrátt fyrir hin erfiðu skilyrði, sem henni
eru búin..
234