Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 236
una haustið 1919 tók Eiríkur að kenna hnefaleika hér heima, aðallega
K.R.-ingum, en auk þess kenndi hann skátum í tvo vetur í gamla harna-
skólanum. Heldur fór þó áhugi manna minnkandi fyrir hnefaleikum og
lögðust æfingar smátt og smátt niður. 1923—’24 dvaldi Eiríkur í Lund-
únum, æfði þar í hnefaleikaklúbb og tók þátt í hnefaleikakeppnum innan
klúbbsins.
Vakn'ngatímabiliS 1926—1929
Haustið 1926 lifnar aftur yfir hnefaleikum og hefst nú reglubundin
kennsla hjá K.R. og Armanni. Eiríkur Bech var kennari hjá K.R., en Ár-
menningar réðu til sín færeyskan kennara, Peter Wigelund að nafni, sem
hafði lært hnefaleika í íþróttafélaginu I.K. ’99 í Kaupmannahöfn og keppt
fyrir það félag. Meðal þeirra, sem æfðu hnefaleika hjá K.R. um þessar
mundir, var forseti I.S.Í., Ben. G. Wáge.
Fyrsta hnefaleikasýning Armanns var haldin í Iðnó 28. sept. 1926 og
mun það vera í fyrsta sinn, sem hnefaleikar eru sýndir opinberlega hér á
landi. Þeir, sem sýndu, voru Peter Wigelund, Sveinn G. Sveinsson, Olafur
Pálsson og Lárus Jónsson (sjá mynd).
Fyrsta hnefaleikasýning K.R. fór fram í Iðnó á 28 ára afmæli félagsins
12. febr. 1927. Sýndu þar m. a. Trausti Haraldsson og Emil Pétursson.
6. marz 1927 hélt Ármann aðra hnefaleikasýningu í sambandi við kapp-
glímu félagsins í Iðnó. Sýndu þeir sömu og áður. 14. marz fór þriðja sýn-
ing Ármanns franr og 28. sept. sú fjórða. Þessar sýningar vöktu talsverða
athygli, en ekki voru allir sammála um gildi hnefaleika sem íþróttar.
Fyrsta hnefaleikamót á Islandi fór fram í Gamla Bíó 22. apríl 1928 og
var haldið á vegum Ármanns. Keppt var í 5 þyngdarflokkum og voru kepp-
endur 12, allir úr Ármanni. Hver leikur stóð í 3 lotur, 3 mínútur hver lota
— og hefur það keppnisfyrirkomulag jafnan haldizt hér síðan. Hringdómari
var Jóhannes Jósepsson, en dómarar þeir Eiríkur Bech og Reidar Sörensen.
Urslit urðu þessi: Dvergftyngd (samsvarar Fluguvigt nú): 1. Karl Jónsson.
2. Guðm. Sigurðsson. 3. Þórður Jónsson. — Hvatþyngd (Fjaðurvigt): 1. Jón
Kristjánsson. 2. Þorvaldur Guðmundsson. 3. Guðjón Mýrdal. — Veltiþyngd
(Léttvigt): 1. Guðm. Bjarnleifsson. 2. Olafur Pálsson. — Meðalþyngd
(Veltivigt): 1. Sveinn Sveinsson. 2. Pétur Thomsen. — Garpsþyngd (Milli-
vigt): 1. Öskar Þórðarson. 2. Ólafur Ólafsson.
Húsfyllir var áhorfenda, sem fylgdust af miklum áhuga með leikjunum.
Mótið fékk þó harða gagnrýni í dagblöðunum, sem þótti hnefaleikar
líkari slagsmálum en íþrótt. Svipaða útreið fékk mótið og í aðalmálgagni
236