Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 239
líjartán Þorvarðsson var fœdclur 24.
júlí 1898, en lézt fyrir aldur fram
3. júlí 1936, eftir langa vanheilsu.
Frá fiví á unga aldri œfði Kjartan
knattspyrnu og var lengi aðalmark-
vörður Fram. Eftir að Iíjartan hœtti
keppni voru honum falin mörg
trúnaðarstörf á sviði íþróttamál-
anna, var hann t. d. lengi í stjórn
I S.I., Knattspyrnuráðinu og Olymp-
íunefndinni. Síðustu 2 árin var
Kjartan íþróttaritstjóri Morgun-
blaðsins og aflaði sér Ipar sem ann-
ars staðar mikilla vinsælda sakir
áhuga síns, þekkingar og réttsýni.
Hnefaleikaráðið hefur óskað þess,
að Kjartans yrði minnzt hér sér-
staklega, í viðurkenningarskyni fyr-
ir þann skerf, sem hann lagði til Kjartan Þorvarðsson
eflingar íslenzkum hnefaleikum.
er sjálfsagt fyrir Árraann og K.R., sem eru brautrySjendur á þessu sviði,
að halda áfram og kippa sér ekki upp viS það, þó einhverjir, sem ekki liafa
hugmynd um hvað hnefaleikur er, gelti að þeim. En meðal annarra orða.
Hvenær tekur I.S.I. hnefaleik á stefnuskrá sína?“
Kjartan varð sjálfur til að svara þessari spurningu, því eftir að hann
var kosinn í stjórn Í.S.Í. mun hann hafa átt mestan þátt í því að íþrótta-
sambandið tók hnefaleika á stefnuskrá sína, en það gerðist' 1933. Árið
eftir, 1934, þýddi Kjartan og staðfærði fyrstu hnefaleikareglur, sem Í.S.Í.
gaf út „svo íslenzkir hnefaleikarar keppi og komi fram samkvæmt alþjóða-
lögum og reglum“, eins og hann orðaði það í eftirmála reglnanna. Sam-
rýmdi hann reglurnar við íslenzka aðstöðu og staðhætti og tókst svo vel,
að vart varð á betra kosið. Með útgáfu þessara réglna var stigið heilla-
drjúgt spor í þágu hnefáleikaíþróttarinnar hér á landi.
Stofnun Hnefaleikafélags Reykjavíkur
Veturinn 1929—’30 héldu æfingar áfram hjá Ármanni og K.R., en án
þess að Ármann hefði neinn sérstakan kennara. Heldur virtist þó vera farið
239