Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 240
að dofna yfir áhuganum, því næsta vetur, 1930—’31, lögðust æfingar alveg
niður hjá báðum félögunum. Mun aðalástæðan hafa verið skortur á hús-
næði og kennslukröftum. Smátt og smátt fer þó að lifna í hinum gömlu
glæðum og á næstu árum taka nokkrir áhugamenn sig saman og stofna
Hnefaleikafélag Reykjavíkur. Formaður þess og aðalþjálfari var Reidar
Sörensen, en meðal stofnenda má nefna þá Bjarna Jónsson lækni, Halldór
Björnsson, Þorstein Gíslason, Svein Sveinsson, Guðjón Mýrdal og Pétur
Thomsen. Má segja að þarna hafi hver getað lært af öðrum, þar sem þarna
voru saman komnir flestir beztu hnefaleikarar landsins. Um svipað leyti
tóku nokkrir félagar úr Sundfélaginu Ægi að æfa hnefaleik og var aðal-
kennari þeirra sundkappinn Jón D. Jónsson, sem snemma tók ástföstri
við hnefaleikaíþróttina. Páil Magnússon aðstoðaði og við kennsluna. Þess-
ar æfingar fóru fram í Barnaskólanum og I.R.-húsinu og stóðu yfir í 2
vetur.
Nýjar reglur — nýir kennarar
Eins og áður hefur verið getið, gaf Í.S.Í. út sínar fyrstu hnefaleikareglur
árið 1934, og sá Kjartan heitinn Þorvarðsson alveg um þá útgáfu. Við út-
komu þessara nýju reglna hófst aftur hlómaskeið fyrir hnefaleikaíþróttina.
Þorsteinn Gíslason tók nú að kenna hnefaleika þetta haust í félagi við
Hannes M. Þórðarson íþróttakennara. Fór kennslan fram í fimleikasal
Stúdentagarðsins.
Næsta haust, 1935, tóku Ármann og K.R. að æfa á ný, enda var Hnefa-
leikafélag Reykjavíkur þá liðið undir lok. Þorsteinn kenndi hjá K.R., en
hafði auk þess sinn sérstaka hnefaleikaskóla í Stúdentagarðinum. Hjá
Þorsteini æfðu m. a. margir stúdentar úr Iþróttafélagi Háskólans, nokkrir
Framarar o. fl.
Þorsteinn Gíslason hafði lært hnefaleika hjá einum frægasta hnefaleika-
kennara Dana, Emanuel Jakobsen (Malle) og reyndist brátt ötull og áhuga-
samur kennari, sem nemendur hópuðust til. — Ármenningar fengu sér
norskan kennara, Rögnvald Kjellevold að nafni, en honum til aðstoðar voru
þeir Sveinn Sveinsson .og Guðjón Mýrdal, en hann hafði lært hnefaleika í
Danmörku. Ilannes M. Þórðarson hafði einnig á hendi hnefaleikakennslu
þennan vetur, 1935—’36, og mun óhætt að segja, að fáar íþróttagreinar
hafi verið iðkaðar af meira kappi þennan vetur.
8. des. 1935 sýndu 6 af nemendum Þorsteins Gíslasonar hnefaleik á
skemmtifundi í Iðnó. Voru það K.R.-ingarnir Haukur Einarsson, Valgeir
240