Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 241
Pálsson, Pétur Thomsen, Halldór Björnsson, Guðm. Gíslason og Ástráður
J. Proppé, sem var þá félagi í Ármanni, þótt hann æfði hjá Þorsteini.
14. janúar 1936 hélt Ármann sýningu í Iðnó, en 16. febrúar fór fram á
sama stað Byrjendamót Hnefaleikaskóla Þorsteins Gíslasonar. Keppt var í
7 þyngdarflokkum og voru keppendur 19 að tölu, og er það því fjölmenn-
asta hnefaleikamót, sem hér hefur verið haldið. Dómarar voru Eiríkur
Bech (hringdómari), Guðjón Mýrdal og Reidar Sörensen. — Úrslit urðu
þessi: Bantamvigt: Haraldur Jóhannesson vann Guðjón Einarsson (úr
fluguvigt) á „teknisku knock-out“ í 1. lotu. — Fjaðurvigt: Sigurður Jóns-
:<m vann Runólf Björnsson. — Léttvigt: Hallgrímur Helgason vann Sigur-
vin Elíasson. — Veltivigt: Skúli Thoroddsen vann Jónas Sigurðsson. —
Millivigt: Ástráður Proppé varð sigurvegari. Vann hann fyrst Olaf Guð-
jónsson, þá Sigurð Gíslason og loks Stefán Bjarnarson, en hann hafði unnið
Ingvar Ingvarsson. — Léttþungavigt: Sigurður Hafstað varð sigurvegari.
Vann hann Valdimar Valdimarsson á teknisku knock-out í 2. lotu, þar sem
hann gat ei haldið áfram vegna gamalla meiðsla, er höfðu tekið sig upp.
Áður hafði Valgeir Pálsson unnið Njörð Halldórsson, en gat ekki keppt
til úrslita við Sigurð vegna gamalla meiðsla. — Þungavigt: Aðalsteinn Þor-
steinsson vann Vilhjálm Guðmundsson. — Hinir fjölmörgu áhorfendur báru
vott um vaxandi áhuga fyrir þessari íþrótt.
26. apríl hélt K.R. sitt fyrsta hnefaleikamót í lðnó. Var það Innanfélags-
meistaramót, því þar kepptu eingöngu K.R.-ingar. Dómarar voru Eiríkur
Bech (hringdómari), Jón D. Jónsson og Kjartan Þorvarðsson. Úrslit urðu
þessi: Fluguvigt: Guðbjörn Jónsson varð sigurvegari. Vann hann fyrst
Hafstein Ásgeirsson og síðan Jóhannes Lárusson. — Fjaðurvigt: Sigurður
Jónsson vann Harald Jóhannesson. — Millivigt: Halldór Björnsson varð
sigurvegari. Vann hann fyrst Jngvar Ingvarsson og síðan Ástráð Proppé. —
Léttfmngavigt: Pétur Thomsen vann Valdimar Valdimarsson. — Þungavigt:
Valgeir Pálsson vann Vilhjálm Guðmundsson. — Mótið fór vel fram, en
aðsókn var minni en áður, vegna veðurblíðu úti fyrir.
Ármenningar héldu ekkert mót bennan vetur, en sýndu í þess stað hnefa-
leika á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur. 26. fehr. fóru þeir til Selfoss
og Stokkseyrar, 24. maí til Keflavíkur og 1. júní til Akraness.
Fyrsta Hnefaleikameistaramót Islands
7. júní 1936 var loks haldið fyrsta Hnefaleikameistaramót Islands. Fór
það fram á Iþróttavellinum í Reykjavík að viðstöddum fjölda áhorfenda.
Ármann og K.R. stóðu fyrir mótinu. Keppendur voru 12 að tölu, 6 frá
241
16