Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 244
Eftir þetta íslandsmeistaramót dofnaði enn einu sinni yfir hnefaleika-
íþróttinni og lögðust æfingar niður hjá K.R. síðari hluta næsta vetrar,
1936—’37, aðallega vegna inflúensufaraldurs. Hafði staðið til að halda
meistaramót, en verið hætt við það af sömu ástæðum. Armenningar héldu
áfram æfingum þennan vetur og 29. jan. 1937 sýndu þeir hnefaleika í til-
efni 25 ára afmælis Í.S.Í. Næstu tvo vetur, 1937—’38 óg 1938—’39, var enn
æft hjá Ármanni, en hvorki haldnar sýningar né mót.
Þriðjct vakningatímabilið
I. október 1939 tekur Guðmundur Arason við hnefaleikakennslu hjá
Ármanni og færist þá meira fjör í þá starfsemi félagsins. Hefur Guð-
mundur kennt þar jafnan síðan og sýnt mikinn áhuga og dugnað. 13. apríl
1940 sýndu Ármenningar hnefaleika í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og
24. marz 1941 aftur á sama stað.
II. júní 1941 fór svo fram fyrsta hnejaleikamót Armanns, í húsi Jóns
Þorsteinssonar, og var það jafnframt fyrsta hnefaleikamót, sem haldið var
síðan 1936. Keppt var -í 4 þyngdarflokkum og voru keppendur 10, þar af
einn KR-ingur. — Ursiit urðu þessi: Léttvigt: Björn R. Einarsson vann
Stefán Jónsson. — Vel-tivigt: Jón Þorsteinsson vann Guðm. Hermannsson.
— Léttþungavigt: Arnar Jónsson vann Kristján Júlíusson. — Þungavigt:
1. Hrafn Jónsson. 2. Sigurður Sigurðsson. 3.—4. Sigurjón G. Þórðarson.
3.—4. Haukur Einarsson (KR). Fyrst kepptu Sigurður og Haukur og vann
sá fyrrnefndi. Síðan kepptu Hrafn og Sigurjón og vann Hrafn. Loks vann
Hrafn Sigurð í úrslitaleiknum. Allir unnust leikirnir á stigum, eftir 3 lotur.
— Dómarar voru þeir Peter Wigelund (hringdómari), Olafur Ólafsson og
Páll Magnússon.
Mikill áhugi var fyrir þessu móti og hefur sá áhugi haldizt jafnan
síðan. Ármann hefur síðan haldið mót á hverju ári, eða 7. maí 1942, 13.
febr. 1943, 5. febr. 1944, 13. apríl 1945 og 15. febr. 1946. Fyrstu árin í
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, en síðan 1945 í Iþróttahúsinu við Há-
logaland.
Annað Hnefaleikameistaramót íslands
19. febr. 1943 stóð Ármann fyrir öðru hnefaleikameistaramóti lslands,
sem var haldið í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Keppendur voru 12 Ár-
menningar og kepptu í 6 þyngdarflokkum. — Úrslit urðu þessi: Bantam-
vigt: Meistari Stefán Magnússon. Sigraði Björn Markan á stigum. — FjaS-
244