Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 252
Hnefaleikameistaramót íslands 1946
5. hnefaleikameistaramót Islands fór fram 15. og 16. maí 1946 í íþrótta-
húsinu við Ilálogaland. Fyrri daginn fór fram undankeppni í veltivigt og
millivigt, en síðari daginn úrslitakeppnin. Keppni féll niður í þungavigt og
léttþungavigt. Ilafði aðeins einn, Gunnar Olafsson (Á), látið skrá sig í
léttþungavigt, en enginn í þungavigt. Urslit urðu þessi:
Fluguvigt: Islandsmeistari Björn Eyþórsson (Á). Vann Jakob Zophonías-
son (IR) á stigum.
Bantamvigt: Islandsmeistari Jón Norðfjörð (KR). Vann Friðrik Guðna-
son (Á) á stigum.
Fjaðurvigt: Islandsmeistari Rajn Sigurðsson (KR). Vann Jón Guðmunds-
son (Á) á stigum.
Léttvigt: Islandsmeistari Arnkell Guðmundsson (Á). Vann Martein
Björgvinsson (Á) á stigum.
Veltivigt: Islandsmeistari Steján Jónsson (Á). Vann Hreiðar Hólm (Á)
í úrslitaleik. I ur.dankeppni hafði Stefán unnið Birgi Þorvaldsson (KR).
Millivigt: Islandsmeistari Jóel B. Jakobsson (Á). Vann Grétar Árnason
(ÍR) í úrslitaleik. í undankeppni hafði Grétar unnið Svavar Árnason (Á).
Hringdómari var Peter Wigelund.
Hnefaleikaráð Reykjavíkur
var stofnað af I.S.I. haustið 1944. Fyrsta stjórn þess var þannig skipuð:
Eiríkur S. Bech, formaður, Jón D. Jónsson, varaform., Halldór Björnsson
(KR), Þorsteinn Gíslason (ÍR) og Guðm. Arason (Á). Sá síðastnefndi tók
þó ekki þátt í störfum ráðsins. Eiríkur S. Bech sagði af sér formannsstörf-
um vorið 1945 og tók Jón D. Jónsson þá við formennsku í ráðinu. Seint á
starfsárinu tók varamaður K.R., Lúðvík Einarsson, sæti í ráðinu vegna for-
falla Halldórs Björnssonar.
Fyrsti aðalfundur ráðsins var haldinn í febrúar og apríl 1946. Fundar-
stjóri var kjörinn Sigurpáll Jónsson, en fundarritari Jóhann Bernhard.
Samkvæmt ársskýrslunni hafði ráðið gengizt fyrir dómaranámskeiði í
hnefaleik. Var Eiríkur S. Bech aðalkennari og prófdómari, en honum til
aðstoðar þeir Þorsteinn Gíslason og Jón D. Jónsson. Luku alls 8 menn
dómaraprófi, sem fram fór að námskeiði loknu. Auk þess veitti Í.S.Í. kenn-
urum þess og 4 öðrum reyndum hnefaleikadómurum viðurkenningu án prófs
og höfðu því samtals 15 menn hlotið dómararéttindi. Þá hafði ráðið unnið að
252