Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 257
SKIÐiUÞROTTIN
Ágrip aí skíðasögu íslands
Eftir Steinþór SigurSsson
Landsmót skíSamanna 13. og 14. marz 1937
Mót þetta er fyrsta skíðalandsmót, sem haldið er á Islandi. Mótið var
haldiÖ í Hveradölum og fyrir mótinu stóð Skíðafélag Reykjavíkur. Keppend-
ur voru frá Siglufirði (Skíðafélag Siglufjarðar og Skíðaborg), ísafirði (Ein-
herjar) og Reykjavík (Armann, K.R. og Skíðafél. Rvíkur). Keppendur voru
alls 41 og hefðu verið nokkru fleiri, ef ekki hefði gengið inflúenzufaraldur í
Reykjavík um þessar mundir og allmargir keppendur forfallazt af þeim á-
stæðum.
Staðviðri höfðu verið mikil, er mótið hófst, en í janúar hafði snjóað mjög
mikið, svo að óvenju mikill snjór var á Hellisheiði. Var hjarn yfir öllu, en í
lægðum liöfðu á stöku stað myndazt fastir skaflar af nýsnævi, er fallið hafði
nokkrum dögum fyrir mótið og fokið síðan í skafla. Siglfirðingar og ísfirð-
ingar komu til Reykjavíkur alllöngu fyrir mótið og dvöldust að Kolviðarhóli
eða í Skíðaskálanum í Hveradölum. Æfðu þeir sig kappsamlega undir mótið.
Keppt var í tveim greinum, göngu og stökkum. Gangan fór fram fyrri dag-
inn og hófst kl. 1 e. h. GengiÖ var frá Skíðaskálannm austur með þjóðvegin-
um og beygt nokkuð norður á heiðina, þegar komið var austur fyrir Reykja-
fjöllin. Síðan var stefnt til suð-austurs, upp á Hverahlíöina austarlega, og
þaðan norðan Skálafells í stefnu á Meitil, niður í Lága-Skarð norðan við
Stóra-Sandfell og þaðan heim að Skíðaskálanum um lautina norðan undir
Meitli. Brautin var því sem næst 18 km. Beztan tíma hafði Jón Þorsteinsson,
Sk. S. 78 mín. 26 sek., nr. 2 Magnús Kristjánsson, Einh. 78 mín. 47 sek., nr.
3 Björn Olafsson, Sk. S. 79 mín. 32 sek. Tími fyrstu mannanna má teljast
mjög góður. Veður var hið bezta meðan keppnin fór fram. Nokkur vindur var
þó í fangið uppi á IJverahlíðinni.
Tilefni til móts þessa var meÖal annars það, að Vátryggingafélagið Thule
hafði gefið veglegan bikar, er keppt skyldi um í göngu. Bikarinn hlaut í
257
17