Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 260
Áhugi fyrir skíðaíþróttinni tók fyrst að glæðast aftur um 1930. Merkasti
viðburður í sögu skíðaíþróttarinnar á Islandi á árunum 1920—1930 var ferð
L. H. Miillers og félaga hans yfir Sprengisand í marz 1925. Ferðuðust þeir á
skíðum og drógu farangur sinn á sleða. Ferð þessi mun hafa átt töluverðan
þátt í því að auka áhuga á skíðaíþróttinni og skíðaferðum.
Um 1930 er áhugi vaxandi fyrir skíðaferðum og kemur hann fram í því,
að nú er tekið að byggja skíðaskála til þess að bæta skilyrði til skíðaiðkana.
Fyrsti skíðaskálinn, sem byggður er, mun vera Skíðheimar á Seljalandsdal
við Isafjörð, en skála þennan reisti Skíðafélag ísafjarðar. Var þetta lítill
skáli, en síðar hefur félagið byggt annan skáia og veglegri í stað skála þessa.
Á Akureyri byggði Skíðastaðafélagið skála sinn, Skíðastaði, sumarið 1931
og síðan hafa verið reistir skíðaskálar víðs vegar á landinu. Skíðafélag
Reykjavíkur reisti skáia í Hveradölum 1935, en um þessar mundir var þátt-
taka í skíðaferðum um nágrenni Reykjavíkur mjög tekin að aukast. Skíða-
'ferðir voru bæði á vegum Skíðafélags Reykjavíkur og annarra íþróttafélaga.
Byggðust skíðaferðir þessar fyrst og fremst á bættum samgöngum.
Annar veigamikiil þáttur í þróun skíðaíþróttarinnar er sá, að hingað voru
fengnir erlendir skíðakennarar. Norðmaðurinn Helge Torvö starfaði á Siglu-
firði og tsafirði árin 1930—1935, og var það fyrst og fremst árangur af starfi
hans, sem kom fram á hinu fyrsta landsmóti árið 1937. Var það aðallega fyrir
forgöngu Guðnmndar Skarphéðinssonar á Siglufirði, að Torvö kom hingað
til lands. Vorið 1936 kenndi Svíinn Georg Tufvesson svig á ísafirði og vetur-
inn 1936—37 kenndi Norðmaðurinn Kr. Lingsom skíðaíþróttir í Reykjavík,
m. a. svig.
Þróun skíðaíþróttarinnar á Islandi síðustu 10 árin
Þróun sú, sem hófst um 1930 og leiddi til þess, að skíðaíþróttin var tekin
upp sem keppnisgrein hefur haldið áfram óslitið síðan. Skíðakennarar komu
hingað árlega þar til heimsstyrjöldin hófst, en þá var svo komið, að inn-
lendir skíðamenn tóku málin í sínar hendur. Siglfirðingar og ísfirðingar
höfðu fengið grundvöllinn hjá Helge Torvö, en Reykvíkingar hjá Kr. Ling-
som, Georg Tufvesson og fleiri erlendum skíðakennurum, sem hér störfuðu
1937—1939. Þýðingarmikill þáttur fyrir keppnisgreinarnar varð utanför
þriggja Reykvíkinga 1938. Bar sérstaklega starfsemi Stefáns heitins Gísla-
sonar góðan árangur, en hann stóð fyrir æfingum og framkvæmdum í K.R.
Þá hafði utanför Hermanns Stefánssonar, fimleikakennara, til Noregs vetur-
inn 1938 einnig mikla þýðingu. Hefur hann síðan haldið uppi stöðugum
námskeiðum á Akureyri og þjálfað marga hinna beztu íslenzkra svigmanna.
260