Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Side 262
Margir af hinum fyrstu keppendum hafa fengizt allmikið við að kenna öðr-
um og yrði of langt mál hér að telja alla. Sérstaklega ber þó að nefna Guð-
mund Hallgrímsson, en hann hefur haft kennslu með höndum í Skíðaskól-
anum, sem Skíðafélag Isafjarðar hefur staðið fyrir síðan árið 1943. Til-
gangur skólans hefur fyrst og fremst verið sá að búa menn undir kennslu,
en ýmsir hinir beztu svigmenn okkar hafa fengið undirstöðuþjálfun á skól-
anum. Nemendur hafa alls verið 46 frá stofnun skólans fram til vorsins 1947.
Annar þáttur íþróttarinnar hefur verið starfsemi hinna ýmsu félaga til
bættra æfingaskilyrða og til almennrar vakningar. Fjöldi skíðaskála hefur
verið byggður og yrði langt mál að telja alla þá, sem þar hafa unnið óeigin-
gjarnt starf eða lagt fé af mörkum, en segja má, að árangur sá, sem náðst
hefur undanfarin ár, liggi fyrst og fremst í bættum æfingaskilyrðum.
Á þessum árum hefur áhugi á skíðaíþróttinni mjög aukizt. Þátttaka í
mótum hefur orðið almennari eins og yfirlit það, sém hér fer á eftir ber vitni
um. Keppt var í svigi í fyrsta skipti á landsmóti árið 1938 og síðan hefur
verið auglýst keppni í öllum aðalgreinum skíðaíþróttarinnar á landsmóti,
þótt sumar greinar hafi stundum fallið niður vegna óhagstæðs veðurs. Lands-
mót hefur verið haldið árlega, nema 1941. Þá féll það niður vegna snjóleysis
í Reykjavík. (Sjá Skíðamót íslands 1937—47 á bls. 280).
Helzti viðburður á mótum þessum er heimsókn heimsmeistarans í stökkum,
Birgis Ruuds, árið 1939.
Skíðasamband íslands
(SKÍ)
Ilin fyrstu skíðalandsmót fóru fram samkvæmt norsku skíðareglunum, er
staðfestar höfðu verið af Í.S.Í. til bráðabirgða. Árið 1940 voru staðfestar
íslenzkar skíðareglur, að mestu sniðnar eftir alþjóðareglum, og var þá um
leið tekin upp flokkaskipting skíðamanna. Voru reglurnar gefnar út aftur
1946 með nokkrum breytingum. Skíðaráð hafa verið starfandi í þeim íþrótta-
héruðum þar sem skíðaíþróttin hefur verið öflugust og 23. júní 1946 var
Skíðasamband Islands (SKÍ) stofnað sem sérgreinarsamband fyrir skíða-
íþróttina innan vébanda I.S.I. Fyrsta stjórn þess var þannig skipuð: Form.:
Steinþór SigUrðsson, Reykjavík, og meðstjórnendur þeir Einar B. Pálsson,
Reykjavík, Ólafur Þorsteinsson, Reykjavík, Hermann Stefánsson, Akureyri,
og Einar Kristjánsson, Siglufirði.
262