Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 263
Steinþór SigurSsson Einar B. Pálsson
jorm. Skíðasambands Islands varaform. SkíSasambandsins.
Fyrsta skíðaþing Islands
var haldið dagana 21. og 26. marz að Kolviðarhóli og í Reykjavík. Sam-
þykktar voru nokkrar breytingar á lögum Skíðasambands Islands m. a.,
að innan S.K.Í. skuli starfa sérstakur Skíðadómstóll. Þá ályktaði skíða-
þingið, að æskilegt væri, að íslenzkir skíðamenn tækju þátt í næstu
Ólympíuleikum 1948. Stjórn S.K.Í. var kosin þannig: Formaður Steinþór
Sigurðsson, Reykjavík og meðstjórnendur þeir dr. Sveinn Þórðarson, Ak-
ureyri, Vigfús Friðjónsson, Siglufirði, Þorsteinn Bernharðsson og Einar
B. Pálsson, Reykjavík.
Löggiltir skíðadómarar
1. jan. 1947.
Sleinþór Sigurðsson, mag. scient, Rvík, Einar B. Pálsson, verkfr. Rvík,
Guðlaugur Gottskálksson, bifreiðastj., Siglufirði, Hermann Stefánsson,
íþróttakennari,. Akureyri, Tryggvi Þorsteinsson, íþróttakennari, Akureyri,
Gísli Ólafsson, læknir, Rvík, Gunnar Hjaltason, gullsm.nemi, Rvík.
263