Úrval - 01.08.1949, Page 3
TIMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMl
8. ÁRGANGUR •:> REYKJAVÍK * JÚLl—ÁGUST 1949
Kunnur, sænskur bókmennta-
fræðingur skrifar um —
Ungtþýzkt skáld.
Grein úr „Bonniers Litterára Magasin",
eftir Per Erik Wahlund.
ÝZKAR eftirstríðsbókmennt-
ir hafa lítið megnað að gera
vart við sig utan landamæra
hernámssvæðanna. Það sem
skeður á bókmenntasviðinu í
hinu hernumda landi, það litla
sem bólað hefur á reikningsskil-
um við fortíðina og hressandi
næmleik fyrir áhrifum utanfrá,
er frá hinum norræna sjónarhól
vorum sveipað myrkri.
Eitt af þeim fáu nöfnum, sem
megnað hafa að kljúfa þetta
myrkur, er Wolfgang Borchert,
en eftir hann var nýlega flutt
útvarpsleikrit í sænska útvarp-
ið. Borchert er í hópi yngstu
skálda síðari heimsstyrjaldar-
innar. Hann var næstum jafn-
aldri Oxfordstúdentsins Sidney
Keyes og danska skáldsins Mor-
ten Nielsen, og eins og þeir mun
hann verða talinn einn hinna
ungu, efnilegu skálda, sem hurfu
allt of fljótt af sjónarsviðinu.
Að vísu komst hann hjá því að
falla á vígvellinum eða fyrir
voðaskoti, og hann lifði þá báða
nógu lengi til þess að geta fagn-
að vopnahléinu og skynjað af
ákefð næmrar sálar ringulreið-
ina sem á eftir kom. Eigi að
síður uppskar hann ávöxt stríðs-
ins; hitasóttarsjúkdómurinn,
sem að lokum eftir hetjulega
baráttu, lagði hann að velli, vitj-