Úrval - 01.08.1949, Side 95
FORSETAHJÓNIN 1 ARGENTÍNU
93
orðinn voldugasti maðurinn inn-
an stjórnarinnar. Eva hafði 35
þúsund pesos í tekjur af út-
varpsstarfsemi og annað eins
við kvikmyndir. Hún leigði sér
lúxusíbúð og við hlið hennar bjó
Perón ofursti. Hann kallaði
hana alltaf Evítu og hún hann
Juansító, og þau voru á hvers
manns vörum í Buenos Aires.
Perón var slunginn; hann
treysti ekki blint á herinn eins
og liðsforingjarnir félagar hans,
sem tekið höfðu þátt í bylting-
unni. Hann vann af kappi í
verkamálaráðuneytinu, sem
enginn annar hafði kært sig
um. Hann varð vinur verka-
mannanna og Evíta uppgötvaði,
að hún bar einnig í brjósti hlýj-
ar tilfinningar til alþýðunnar.
Hún gerði áætlanir um félags-
legar umbætur, varð formaður
útvarpssamsteypunnar og fór
að tala um samstarfsfólk sitt
sem „börnin sín“. En í október
1945 var Perón sparkað úr
stjórninni.
Um skeið leit svo út sem
Evíta hefði veðjað á vitlausan
hest. En hún hélt tryggð við
Juansító sinn, og áður en langt
var um liðið, var Perón orðinn
voldugri en nokkru sinni fyrr.
Þau giftu sig á laun í október
1945, og sex mánuðum síðar
leiddi Perón, hinn nýkjörni for-
seti, frú sína inn í forsetahöll-
ina. Evíta var hrifin eins og
barn af nýja heimilinu sínu, en
hafði ekki hug á að sinna hús-
móðurstörfum. Blöð andstæð-
inganna fóru að tala um ,,tví-
mennisstjórn“ og um „presi-
dente“ og ,,presidenta“. Á sama
hátt og Perón komst til valda
með tilstyrk verkamanna, hóf
Evíta ákafa baráttu fyrir kven-
frelsi. Aldrei hafði önnur eins
forsetafrú verið í Argentínu —
hún var ímynd hinnar frjálsu
og óþvinguðu líonu. Myndir af
Evítu í fullri líkamsstærð mátti
sjá hvarvetna um landið með
svohljóðandi undirskrift: „Ég
kýs heldur að vera rétt og slétt
Evíta, en forsetafrú, ef Evíta
er þess megnug að bæta kjör
hinna mörg þúsund heimila í
landinu mínu.“
Það eru bráðum tvö ár síðan
Evíta fór í hina minnisverðu
för sína til Evrópu. Síðan hef-
ur hún náð valdi yfir allri út-
varps- og kvikmyndastarfsemi
í landinu, og gefur út sitt eigið
blað.
En í byrjun ársins 1949 tóku
erfiðleikarnir að steðja að.
Perón hafði kallað saman lög-