Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 116
114
ÚRVAL
nærri yfirborðinu í fremri hluta
hægra heilahelmings, og gerði
það aðgerðina heldur auðveld-
ari, og var hún þó nógu erfið,
það veit guð. En það spáði illu,
að æxlið hafði vaxið svo ört.
Sum æxli eru í einskonar
skurn eða ,,lokuð“, og er þá
hægt að nema þau burt í einu
lagi eins og þegar maður tekur
marmarakúlu úr ávaxtamauki.
En önnur skjóta frá sér öngum
út í heilavefinn og eyðileggja
starfssemi hans. Þau æxli er
nærri ómögulegt að skera burt.
Ef læknirinn sker of djúpt,
deyr sjúklingurinn úr blóðmissi,
eða sem verra er, að svo mikið
eyðileggst af heilavefnum, að
sjúklingnum væri betra að deyja.
Traeger fórnaði heilum degi
til þess að geta aðstoðað Putnam
við uppskurðinn. Við vorum
vongóð fram á síðustu stund.
En þegar Traeger kom út úr
skurðstofunni og mér varð lit-
ið framan í hann, varð mér
ljóst, að mikil alvara var á
ferðum. Það var eins og Traeger
hefði elzt um fimm ár á þess-
um fáu klukkustundum. Eg vék
mér að honum og spurði hann
aðeins einnar spurningar: ,,Var
það lokað?“ Hann svaraði:
„Nei.“
Putnam kom til okkar nokkr-
um mínútum seinna. Hann var
hressilegur og líktist hermanni
að loknum bardaga. Hann sagði
nokkur hughreystingarorð við
Frances og gekk síðan með mér
út í anddyrið. „Það var á stærð
við appelsínu. Ég náði helmingn-
um af því.“
Rúmi Jonna var ekið inn í
sjúkrastofuna. Þegar ég sá and-
lit hans, brá mér svo, að ég
hörfaði nokkur skref. Augu
hans voru sokkin í bólgu, eins
og hann hefði fengið rosaleg
glóðaraugu, og andlit hans líkt-
ist einna helzt fótbolta, bæði
að lit og stærð. En mér var
sagt að þetta væri ekki hættu-
legt. Bólgan stafaði aðeins af
skurðaðgerðinni.
Ég svaf um nóttina í stól í
biðstofunni.
Augu Jonna voru lokuð fyrstu
tvo dagana, hann var farinn
að óttast, að hann væri orðinn
blindur. Daginn eftir uppskurð-
inn bað hann mig að koma með
eðlisfræðibókina í sjúkrahúsið,
og ég varð að lesa upp spurn-
ingar, sem voru í lok hvers
kafla. Svo var guði fyrir að
þakka, að hann gat svarað öll-
um spurningunum. Honum hafði