Úrval - 01.08.1949, Síða 55
SAGAN AF RÖBINSON KRÚSÓ
53
skapar hann Indland í hnot-
skurn. Að því búnu, og eftir
nokkrar skærur við mannætur,
er honum leyft að sigla heim.
Það ske auðvitað fleiri ævin-
týri, á sama hátt og þau skeðu
fyrir skipsstrandið. En þó að
þau ævintýri séu skemmtileg,
eru þau ekki hluti af krafta-
verkinu; kraftaverkið heyrir
eyjunni til: það er tilraunir
R,óbinsons að reisa girðingu eða
brenna leirpott, að finna C,
þegar A og B er gefið, eða D,
þegar A, B, og C er þekkt. Þessi
undursamlega ráðsnilld, þessi
einbeitni að búa sér þægindi úr
frumstæðasta efnivið, þessi um-
breyting villtrar náttúrunnar í
eins manns ríki, þar sem Róbin-
son er bæði arkítekt og smiður,
stjórnandi og verkamaður, þegn
og konungur, vekur okkur
fögnuð og heillar okkur. I bók-
inni eru einnig kaflar sem vekja
hrollkenndan æsing — t. d. hinn
blóðugi bardagi við úlfana. Hún
er bezta drengjasaga sem skrif-
uð hefur verið, því að hún er'
jöfnum höndum saga um
dirfsku og þrautseigju, ævintýri
og veruleika. Þannig hefur þessi
leiðindapúki, sem enginn mundi
geta afborið holdi klæddan,
fangað ímyndunarafl mannkyns-
ins og haldið því föstu æ síðan.
CN3 ^ CO
Vel boðið — af Skota.
Angus og konan hans Maggie voru að flytja til Ameríku. Þau
voru nú komin að strönd hins fyrirheitna lands og biðu meðan
maðurinn frá útlendingaeftirlitinu skoðaði vegabréfin þeirra.
Myndin af Angusi í vegabréfinu var lík honum, en með Maggie
og myndinni í hennar vegabréfi var næsta lítill svipur.
Eftirlitsmaðurinn leit fyrst á myndina og síðan á Maggie. Svo
hristi hann hcfuðið efagjarn.
„McTavish," sagði hann við Angus, ,,það virðist allt vera í
Iagi með vegabréfið yðar, en ég veit svei mér ekki hvað ég á
að segja um vegabréf konunnar yðar. Getið þér sannað mér, að
þessi kvenmaður sé konan yðar?“
Angus renndi athugulum augum um loðbrýnt andlit og beina-
stóran líkama konu sinnar.
„Ungi rnaður," sagði hann, „ef þú getur sannað mér, að hún
sé ekki konan mín, þá skal ég gefa þér tíu pund!"
-— The Lewiston Journal.