Úrval - 01.08.1949, Page 55

Úrval - 01.08.1949, Page 55
SAGAN AF RÖBINSON KRÚSÓ 53 skapar hann Indland í hnot- skurn. Að því búnu, og eftir nokkrar skærur við mannætur, er honum leyft að sigla heim. Það ske auðvitað fleiri ævin- týri, á sama hátt og þau skeðu fyrir skipsstrandið. En þó að þau ævintýri séu skemmtileg, eru þau ekki hluti af krafta- verkinu; kraftaverkið heyrir eyjunni til: það er tilraunir R,óbinsons að reisa girðingu eða brenna leirpott, að finna C, þegar A og B er gefið, eða D, þegar A, B, og C er þekkt. Þessi undursamlega ráðsnilld, þessi einbeitni að búa sér þægindi úr frumstæðasta efnivið, þessi um- breyting villtrar náttúrunnar í eins manns ríki, þar sem Róbin- son er bæði arkítekt og smiður, stjórnandi og verkamaður, þegn og konungur, vekur okkur fögnuð og heillar okkur. I bók- inni eru einnig kaflar sem vekja hrollkenndan æsing — t. d. hinn blóðugi bardagi við úlfana. Hún er bezta drengjasaga sem skrif- uð hefur verið, því að hún er' jöfnum höndum saga um dirfsku og þrautseigju, ævintýri og veruleika. Þannig hefur þessi leiðindapúki, sem enginn mundi geta afborið holdi klæddan, fangað ímyndunarafl mannkyns- ins og haldið því föstu æ síðan. CN3 ^ CO Vel boðið — af Skota. Angus og konan hans Maggie voru að flytja til Ameríku. Þau voru nú komin að strönd hins fyrirheitna lands og biðu meðan maðurinn frá útlendingaeftirlitinu skoðaði vegabréfin þeirra. Myndin af Angusi í vegabréfinu var lík honum, en með Maggie og myndinni í hennar vegabréfi var næsta lítill svipur. Eftirlitsmaðurinn leit fyrst á myndina og síðan á Maggie. Svo hristi hann hcfuðið efagjarn. „McTavish," sagði hann við Angus, ,,það virðist allt vera í Iagi með vegabréfið yðar, en ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja um vegabréf konunnar yðar. Getið þér sannað mér, að þessi kvenmaður sé konan yðar?“ Angus renndi athugulum augum um loðbrýnt andlit og beina- stóran líkama konu sinnar. „Ungi rnaður," sagði hann, „ef þú getur sannað mér, að hún sé ekki konan mín, þá skal ég gefa þér tíu pund!" -— The Lewiston Journal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.