Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
af þreytu. En hann fór þó strax
að síma í skólafélaga sína, til
þess að bera sig saman við þá!
Nú var enginn efi lengur —
bólguhnúskurinn hræðilegi fór
dagvaxandi, og það gat ekki
þýtt annað en að æxlið væri aft-
ur tekið að stækka. Mount lækn-
ir ákvað að opna hnúskinn, í til-
raunaskyni, því að hann hugð-
ist tæma kýlið á nýjan leik í
desember. Þegar aðgerðinni var
lokið, var mér ljóst, að mikil al-
vara var á ferðum, því að Mount
reyndi að forðast mig og varð-
ist allra frétta. —-
Jonni brá hendinni ofurhægt
og með eftirvæntingu upp að
höfði sér. ,,Mig langar að vita,
hvernig hnúskurinn er,“ sagði
hann lágt. Örvæntingarfull von
skein úr augum hans. Hann
þreifaði varlega á höfðinu, og
þegar hann fann hnúskinn, féll
höndin máttlaus og vonleysis-
lega niður á sængina. Þetta var
í eina skiptið, sem ég sá hann
tárast. Hann lá þögull um stund.
Svo andvarpaði hann og sagði:
„Það tekur áreiðanlega nokk-
urn tíma að hann hjaðni.“
Ég fór heim með Jonna, eftir
að hafa ráðfært mig við lækn-
inn. Nú var öll von úti. Æxlið,
sem þjáði Jonna, var ein hættu-
legasta æxlistegund sem þekk-
ist, glioma multiforme. Moimt
gat ekki ráðlagt okkur neitt.
Hann sagði: „Látið Jonna gera
það, sem hann langar til, svo
að hann geti dáið sæll.“
Okkur var illa við að Jonni
færi út einsamall, en hann vildi
á hinn bóginn ekki láta fylgja
sér. Við fórum að velta því fyr-
ir okkur, hvort heppilegra væri
að hætta á að hann yrði fyrir
slysi — ef hann hefði dottið á.
höfuðið, hefði það riðið honum
að fullu — eða auðmýkja hann
með því að fylgja honum. En
það kom aldrei til þess að við
þyrftum að ráða fram úr þess-
um vanda. Annar uppskurður
var óhjákvæmilegur, og það
varð að framkvæma hann strax,
því að meinið óx ört.
Jonni var lagður inn á Tauga-
sjúkdómahælið 29. apríl, réttu
ári eftir að sjúkdómurinn kom
fyrst í ljós. Jonna langaði að
vísu til að lifa. En eitt af því,
sem hann sagði daginn eftir,
var: „Ef til vill verður næsti
heimur skemmtilegri en þessi."
Uppskurðurinn stóð yfir frá
því klukkan 1,10 til 7.25. Við
biðum óþreyjufull, en fengum
ekkert að vita.
Hann var meðvitundarlaus,