Úrval - 01.08.1949, Side 71
BEDEL.L SMITH Á BLAÐAMANNAFUNDI
63
gengið, að í sjálfu Politburo
hafi skoðanir verið skiptar
um það hvort heyja ætti
styrjöld strax eða ekki, að ef
til vill hafi aðeins eitt eða
tvö atkvæði ráðið því að ekki
var ákveðið að leggja til at-
lögu alveg á næstunni. Hvað
er yðar álit á því?
Smith: Ég held að þessu geti
engir svarað nema meðlimir
Politburo. Ég hef þó grun
um, að spurningin um stríð
eða frið sé stöðugt til athug-
unar í Sovétríkjunum eins og
í öðrum einræðisríkjum.
Lawrence: En álítið þér að tvö
öfl séu að verki þar? Funduð
þér, þegar þér höfðuð sam-
band við rússnesku stjórnina,
að innan hennar væri einn
hluti, sem væri reiðubúnari
til samvinnu en annar? Að
þar væru menn með vestræn
sjónarmið, og aðrir sem sæju
ekkert gott í vestri og enga
möguleika á samvinnu?
Smith: Ég fann þetta, en ég
get ekki lagt fram neinar
sannanir því til stuðnings.
Spivak: Eruð þér sammála þeim
sem álíta, að Rússar geti lagt
undir sig alla Evrópu á tveim
til fjórum vikum?
Smith: Nei. Þó rússneski her-
inn sé frábærlega vel skipu-
lagður, þá myndu erfiðleik-
arnir á að byrgja svo stóran
her upp að vistum á svo
hraðri og langri framsókn.
vera óyfirstíganlegir.
Spivak: Þér álítið þá ekki, að
það sé til einskis að eyða fé
í að hjálpa Vestur-Evrópu.
Smith: Nei, vissulega ekkí.
Hightower: Mig langar til að
heyra dálítið meira um álit
yðar á rússneska hernuni.
Hve vel myndu hermenn hans
berjast utan landamæra Rúss-
lands í styrjöld sem þeir teldu
árásarstyr jöld ?
Smith: Það er erfitt að svara
þessu út frá öðru en sögu-
legri reynslu. Rússneskir her-
menn hafa ailtaf barizt af
fádæma hreysti, þegar þeir
hafa verið að verja „Móður
Rússland“. Rússneski herinn
hefur sjálfur ekki verið á-
rásarher. Samt langar míg
til að benda á eitt, sem ég tek
úr bók Bertram D. Wolfe,
Three Who Made a Revolu-
tion. Wolfe bendir á þá stað-
reynd, að í byrjun nítjándu
aldar hafi sjöundi hver Evr-
ópumaður verið Rússi. í byrj-
un tuttugustu aldar var f jórði
hver Evrópumaður Rússi.