Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 19
UM NÝJUNGAR 1 KRABBAMEINSRANNSÓKNUM
17
því má teljast til nýjunga, en
ekki er unnt að komast hjá að
geta einnig eldri rannsókna.
Þegar rætt er um orsakir
krabbameins er oft talað um ytri
og innri orsakir. Utanaðkomandi
orsök (þ.e.a.s. efni), sem berst
á eða inn í líkamann, veldur ert-
ingu, og sé þessi erting nógu
langvarandi, getur hún stuðlað
að eða framkallað myndun æxlis,
t. d. krabbameins. Sé krabba-
meinið einu sinni byrjað að
vaxa, heldur vöxtur þess áfram,
enda þótt hin utanaðkomandi
erting hætti. Það mætti þá hugsa
sér, að ertingin hafi undirbúið
jarðveginn fyrir aðra. orsök,
innri orsök, sem væri fyrir í
frumunum, en gæti ekki verkað
fyrr en viss skilyrði væru fyrir
hendi, en héldi síðan vexti æxl-
isins við, þegar hann einu sinni
væri byrjaður.
Þessu til skýringar er rétt að
nefna dæmi.
Það er langt síðan enski lækn-
irinn Pott benti á, að hin svo-
nefnda sótaraveiki í Englandi
væri krabbamein, sem orsakað-
ist af ertandi áhrifum sótsins
á húðina. Á sama hátt hættir
mönnum, sem árum saman vinna
við framleiðslu á parafíni og
efnum, sem unnin eru úr tjöru,
til að fá krabbamein í húð. Það
er einnig álit margra, að efni
sem finnast í tóbakssósu, eigi
sinn þátt í því að krabbamein
í vör er algengara hjá pípureyk-
ingarmönnum en öðrum. Menn,
sem vinna í anilínefnaverk-
smiðjum fá oft krabbamein í
blöðru vegna þess, að anilínið
kemst inn í líkamann, en skilst
út aftur með þvaginu, og verk-
ar þá ertandi á slímhúð blöðr-
unnar með þeim afleiðingum að
krabbamein myndast.
Það er sameiginlegt öllum
þessum efnum, að áhrifa þeirra
verður að gæta lengi áður en
krabbamein fer að vaxa, en þeg-
ar það einu sinni er komið af
stað, heldur meinið áfram að
vaxa án þess að hin ertandi efni
komi nokkurs staðar nærri.
Við rannsóknir á krabbameini
hefur dýratilraunum verið mik-
ið beitt, eins og við aðrar sjúk-
dómarannsóknir. Danska vís-
indamanninum Jensen tókst ár-
ið 1907 að flytja krabbameins-
frumur frá sjúku dýri yfir á
heilbrigt og fá þær til að vaxa
þar og mynda æxli. Nokkru síð-
ar uppgötvuðu Japanarnir Ya-
magiwa og Tsutsui, að unnt var
að framkalla krabbameinsmynd-
un í húð á kanínum og einnig
»