Úrval - 01.08.1949, Síða 30

Úrval - 01.08.1949, Síða 30
28 XÍRVAL Hann kinkaði kolli í þögulli æsingu og augu hans flóðu í fár- um. Hann tók heyrnartækið, hlustaði andartak á rödd konu sinnar og hrópaði svo upp yfir sig: „Þetta er Bela! Þetta er Bela!“ og svo tautaði hann eitt- hvað án samhengis. Þegar ég sá, að veslings maðurinn var of æstur til að geta talað af viti, tók ég tækið úr titrandi höndum hans. Ég talaði við konuna, sem einnig virtist miður sín af geðs- hræringu. „Bíðið kyrrar þar sem þér eruð,“ sagði ég. „Ég ætla að senda manninn yðar til yðar. Hann kemur eftir nokkrar mín- útur.“ Bela grét eins og barn og sagði aftur og aftur: „Það er konan mín! Það er konan mín!“ Fyrst taldi ég heppilegra að fylgja Paskin, ef svo skyldi fara að hann félli í yfirlið af geðs- hræringu, en svo sá ég með sjálfum mér, að endurfundina mátti ekki vanhelga með nær- veru ókunnugs manns. Ég lét Paskin upp í leigubíl, sagði bíl- stjóranum heimilisfang Marya, borgaði leigugjaldið og kvaddi. Endurfundir Bela Paskins og konu hans voru svo þrungnir ofurmagnaðri geðshræringu, sem brauzt út eftir að hafa ver- ið innibyrgð öll skilnaðarárin, að hvorugt þeirra gat munað á eft- ir hvernig þeir hefðu verið. „Ég man það eitt,“ sagði hún seinna, „að þegar ég lagði frá mér símann, gekk ég að spegl- inum eins og í draumi, til að vita hvort hárið á mér hefði orðið grátt. Það næsta, sem ég man er, að leigubíll nemur stað- ar fyrir utan dyrnar hjá mér og það er maðurinn minn, sem kemur á móti mér. Einstök at- riði man ég ekki. Aðeins eitt man ég — að í fyrsta skipti í mörg ár var ég hamingjusöm. Jafnvel enn er erfitt að trúa því, að þetta hafi skeð. Við höf- um bæði þjáðst svo mikið; ég hef næstum glatað hæfileikan- um til að vera ekki hrædd. I hvert skipti sem maðurinn minn fer að heiman, segi ég við sjálfa mig: „Getur ekki eitthvað valdið því, að maðurinn verði tekinn frá mér aftur?“ Maðurinn hennar trúir því staðfastlega, að engin stór ó- gæfa muni koma yfir þau. „For- lögin hafa leitt okkur saman aftur,“ segir hann. „Það átti að fara svona.“ Um það getur að sjálfsögðu hver haft sína skoðun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.