Úrval - 01.08.1949, Síða 81
NÝTT LANDNÁM 1 AFRÍKU
79
tryggja kvikfénaðinn gegn tjóni
af völdum tsetseflugunnar. Ný-
lendustjórnin er þegar með
ráðagerðir á prjónunum um
stórfellda nautgriparækt í
Austur-Afríku í svipuðum stíl
og í Argentínu. Nautgripirnir
verða látnir ganga sjálfala, en
þeim verður smalað með vissu
millibili og sprautaðir með an-
trycide til að gera þá ónæma
fyrir trypanosomiasis eða
lækna þá, sem sjúkir eru. Ó-
næmið endist í hálft ár. Það er
auðvelt að gefa lyfið; hver sem
er getur gert það. Því er spraut-
að inn undir húðina, og hætta
af ofgjöf er engin, því lyfið er
óskaðlegt.
Stórframleiðsla er nú hafin
á antrycide, og munu um þrjár
smálestir verða tilbúnar á þessu
ári. Það ætti að nægja handa
2 miljónum dýra, ársþörfin
mun aldrei fara fram úr 100
lestum. Með tilstyrk 100 lesta
af kemísku efni verður hægt
að viðhalda ræktun á 11,5
miljón ferkm landsvæði!
Auðvitað munu líða mörg ár
áður en nautakjöt frá Afríku
fer að láta til sín taka á heims-
markaðinum. Það mun taka
þrjú til fjögur ár að koma á
fót heilbrigðum stofni, og tíu
ár munu líða áður en hinar stór-
felldu ræktunarráðagerðir fara
að bera arð. Ætlunin er að
koma upp nýjum stofni, sem
gefur af sér meira og betra
kjöt en hin lélegu dýr, sem nú
draga fram lífið á þessum slóð-
um.
Fyrsta markmiðið hlýtur að
verða að sjá hinum vannærðu
íbúum Mið-Afríku fyrir nógu
kjöti, áður en aðrar þjóðir geta
notið góðs, af, en enginn vafi er
á því, að í framtíðinni getur
Mið-Afríka orðið mikið kjöt-
útflutningsland, og lagt þannig
stóran skerf til baráttunnar við
sultinn í heiminum — svo er
nokkrum enskum vísindamönn-
um fyrir að þakka.
•¥•
Aðstoðarmaður húsbóndans kom klukkutíma of seint á skrif-
stofuna, allur særður og reifaður. ,,Ég datt út um glugga,"
sagði hann.
„Jæja,“ sagði húsbóndinn, „og varstu klukkutíma að því?"
— Harry Hershfield..