Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 96
34
ÚRVAL
gjafaþing, sem átti að gefa land-
inu nýja stjórnarskrá. í upp-
hafi virtist allt ætla að ganga
samkvæmt áætlun. Tveim dög-
um áður en þingið kom saman,
skoðaði Evíta þingsalinn og
kom fram eins og hún réði þar
öllu. Hún sagði til hvenær hún
ætlaði að halda ræðu og hvar
hún ætlaði að sitja, og hún sagð-
ist ætla að leggja til nokkuð af
skreytingunni í salnum. Síðan
lét hún koma fyrir mynd af
frelsishetju Argentínu, José de
San Martin, krossi, biblíunni
prentaðri á pergament, stóli úr
pipiribitré með mynd af Perón
forseta og loks skjaldarmerki
Argentínu með flokksmerki
Perónista sem bakgrunn.
En við þingsetninguna var
breitt yfir bæði myndina og
flokksmerkið og einn þing-
mannanna, Moises Lebensohn,
hélt ræðu, sem þingforsetinn, Do-
mingo A Mercante, gerði ekki
tilraun til að stöðva. Hann sagði
m.a., að jafnvel Hitler og
Mussolini hefðu ekki dirfzt að
draga flokksmerkið og foringja-
myndina inn á löggjafarþing,
sem væri kosið af allri þjóðinni.
Ræðunni var ákaft fagnað.
Seinna um kvöldið, meðan Merc-
ante þingforseti 'var á flokks-
fundi, felldi þingið tillögu um
að kjósa mætti forsetann tvö
kjörtímabil í röð. Frá þessu var
skýrt í öllum blöðum morgun-
inn eftir, einnig í blaði Evítu;
„Democratica".
Daginn eftir voru allir flokks-
leiðtogarnir kallaðir á fund
Peróns forseta, sem tók þá ai-
varlega til bæna, en þeir afsök-
uðu sig með því, að Perón hefði
sjálfur lýst yfir, að hann gæfi
ekki kost á sér sem forseti ann-
að kjörtímabil.
Viku seinna braust út prent-
araverkfall og öll blöð í Buenos
Aires stöðvuðust, einnig blað
Evítu, ,,Democratica“.
Presidente og presidenta fóru
til landsseturs síns uppi í sveit,
og þar fékk hún skipun um að
halda kyrru fyrir og hætta að
skipta sér af stjórnmálum lands-
ins. En hún kom aftur eftir viku
og tók á ný öll sín fyrri völd.“
O
Ef dæma má eftir grein, sem
nýlega birtist í enska vikuritinu
„John Bull“ og er eftir Raý
Josephs, er ekki allt sem skyldi
á kærleiksheimili forsetahjóri-
anna. í þessari grein segir m. a. :
„Morgun einn fyrir skömmu
ók svartur, brynjaður lúxusbíB