Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 92
Er ekki allt með felldu á kærleiksheimili
Evítu og Juan Perón?
Forsetahjónin í Argentínu.
Heimildir: „Verden IDAG“ og „John Bull“.
T ÖÐRU stærsta ríki Suður-
Ameríku sitja að völdum
hjón, sem að margra dómi ættu
betur heima í óperettu eftir Le-
har eða Kálman, en á valda-
stóli í einu stórveldi heimsins
á miðri tuttugustu öldinni. Hjón
þessi eru Perón, forseti Argen-
tínu og kona hans, Eva. IJrval
hefur áður birt grein um Perón:
„Perón, hinn nýi einræðisherra"
í 4. hefti 5. árg. Hér á eftir verð-
ur rakið að nokkru efni tveggja
greina um forsetahjónin, sem
nýlega birtust: í tveim erlendum
tímaritum.
I maíhefti norska mánaðar-
ritsins „Verden IDAG“ birtist
grein um Evu. Þar segir með-
al annars: „Það var ekki fyrr
en í júní 1947, að Evrópumönn-
um var ljóst, hver Dona Maria
Eva Duarte de Perón raunveru-
lega var. Þá ferðaðist hún í
fyrsta skipti til útlanda, og
vegna þess að hún var kona
hins volduga forseta Argentínu,
voru ýmsar stórpólitískar get-
gátur á lofti um það, hver væri
tilgangur ferðarinnar, því að
Eva var þá orðin mikilsráðandi
í argentískum stjórnmálum.
Hún flaug yfir Atlantshaf-
ið og lenti á Spáni þar sem hún
sagði við spænskar konur : „Ég
kem ekki til að byggja möndul,
heldur til að vera regnbogi milli
landa okkar.“ Og skartklæði
hennar og dýrgripir ljómuðu
vissulega í öllum regnbogans
litum. Spánverjar tóku henni
opnum örmum, héldu fyrir hana
veizlur og gáfu henni gjafir, en
hrifnust varð hún, þegar þeir
hengdu stórkross Isabellu af
Katalóníu á hinn fagra barm
hennar. Þetta leikfang Francós
varpaði ljóma á ferð hennar.
Dvöl hennar á ítalíu var ekki
jafnóblandin ánægja og á Spáni.
Þar voru kommúnistar, einkum
í Norður-ítalíu, og þeir höfðu
hug á að skjóta Evu litlu skelk
í bringu með illkvittnislegum
hópgöngum. En í Róm voru, ó-
pólitískir aðilar fengnir til að