Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 108
106
ÚRVAL
andi. Þannig urðu til svonefnd
'panno rosso, ástríðufull lög með
tilsvarandi ljóðum, og panno ver-
de, rólegri sönglög. I sveitunum
var trumban eða smalaflautan
uppáhaldshljóðfæri hinna dans-
óðu, en í borgunum voru notað-
ar stórar hljómsveitir. „Panno
rosso‘cþýðir rautt klæði, en ,,pan-
no verde“ grænt klæði, og voru
þessi heiti notuð af því að litir
voru taldir hafa áhrif á hina
dansóðu. í Þýzkalandi höfðu
þeir viðbjóð á rauðu, en í Italíu
var sá litur í afhaldi hjá þeim,
og margir kusu einnig grænan
lit. Samtímafrásagnir skýra
frá því, að þegar sjúklingar
komu auga á eftirlætislit sinn,
ruku þeir eins og óð dýr að því
sem litinn bar, og þrifu það
hvernig sem á stóð. En þegar
þeir sáu þann eða þá liti sem þeir
höfðu viðbjóð á, urðu þeir tryllt-
ir af reiði, en hvort sem litur-
inn var ,,hollur“ eða ,,óhollur“,
urðu þeir gripnir dansæðinu,
þegar þeir sáu hann.
Það var ekki fyrr en á sext-
ándu öld, að læknavísindin komu
fram með lækningu á dansæð-
inu. En það var sannkölluð
hrossalækning. Hún var í því
fólgin, að sjúklingarnir voru
látnir í ískalt vatn og síðan ein-
angraðir og sveltir. Þegar þeir
komu til sjálfs sín, ef þeir
komu það þá nokkurn tíma, var
þeim leyft að taka upp eðlilega
lifnaðarháttu aftur.
Það var ekki fyrr en í lok
seytjándu aldar, að St. Vítus-
dans og tarantismi hættu að
ganga sem farsóttir um Evrópu.
Jafnvel eftir þann tíma bólaði
stundumáfaraldrinum. Snemma
á átjándu öld kom upp undar-
legur trúflokkur í Frakklandi,
og kölluðu trúarbræðurnir sig
„Convulsionaires“ (umbrota-
menn). Upphafsmaðurinn var
trúaður djákni, sem hafði dáið
1727. Fólk fór að vitja grafar
hans, og orð lék á, að þar gerð-
ust kraftaverk. Vitjendur graf-
arinnar tóku að fá ósjálfráða
kippi og krampa, og þegar hóp-
urinn stækkaði tóku ýmsir hlut-
ar hans að fara dansandi um
landið. Það var eins um þetta
fólk og hina fyrstu dansara
Jóhannesar skírara, að það hafði
líkamlegar þjáningar, sem talið
var að einungis trúsystkini gætu
læknað. Það var gert með því
að berja hina þjáðu með kylf-
um, hömrum og sverðum. Þessi
furðulegi trúflokkur var við lýði
fram að 1790 eða fram að
frönsku byltingunni.