Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 130
ÚRVAL
'128
án þess að þjást, og án þess að
vita, að hann var að deyja.
Við fengum mörg hundruð
samúðarbréf. Hann var aðeins
17 ára piltur; en hvílík áhrif
hafði hann haft á alla, sem
kynntust honum! Ég birti hér
eitt af bréfunum. Það var frá
dr. Penfield:
Hve hetjulegri baráttu
Jonni barðist! Slíkt hugrekki
sem hans getur ekki liðið und-
ir lok, þó að líkaminn, sem
hann hlaut, hafi orðið óstarf-
hæfur. Kynni mín af honum
og hugdirfð hans skapa hjá
mér trú á ódauðleika manns-
andans. Slíkur andi hlýtur að
vera ódauðlegur, þó að við
sem erum að lappa upp á lík-
amann, fáum ekki skilið
ódauðleikann, en getum að-
eins rennt grun í tilvist hans.
Þið tvö hélduð í honum
lífinu ári lengur en unnt var
að vona. Þið gátum ekki gert
meira. Það borgaði sig.
Ég ætla ekki að bera fram
þær spumingar hér, hversvegna
Jonni sýktist einmitt í þeim
líkamshluta, sem borið hefði
ríkulegastan ávöxt og hvers-
vegna hann veiktist einmitt á
þessum aldri — það væri alveg
eins hægt að spyrja að því,
hversvegna börn deyi yfirleitt.
Það er hægt að mæla líf manna
á margan annan hátt en þann,
að miða við aldurinn — það má
miða við gildið, lífsfyllinguna.
Það var andi hans og andi hans
einn, sem hélt lífinu í honum
svo lengi, gegn slíku ofurefli —
það er kjarni þess, sem ég er
að reyna að skrifa. Og það sem
ég skrifa, á að vera endurgjald
mitt, ekki aðeins til Jonna, held-
ur til máttarins, auðlegðarinnar
og fegurðarinnar í mannlegu
lífi.
Úrval
tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, afgreiðsla Tjarnargötu 4,
Pósthólf 365. — Nýir áskrifendur snúi sér til afgreiðslunnar eða
næsta bóksala.
tTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H.F.