Úrval - 01.08.1949, Side 85

Úrval - 01.08.1949, Side 85
ER OFVÖXTUR HLAUPINN 1 AMERlSKU BlLANA? 83 fegurð. En þessir breiðnefjuðu, krómgljáandi bílar sem nú fást, eru vissulega ekki að allra skapi. Bílasalarnir segja að þeir séu „smart“, við skulum láta okkur nægja að segja, að þeir séu í- burðarmiklir. í stuttu máli má segja, að frá sjónarmiði kaup- endanna séu bílarnir sífellt að hækka í verði, reksturskostn- aðurinn að aukast, útlitið að verða æ furðulegra og notagild- ið sé að sama skapi þverrandi. Hvernig hefur allt þetta mátt ske? Það er augljóst mál. Sein- asta mannsaldurinn hafa ame- rískir bílar ekki verið byggðir af tæknilegum sérfræðingum, heldur bílasölunum og auglýs- ingamönnunum, sem vildu fá bíla, er „voru miklir útlits.“ Jafnframt hefur eins og vænta má orðið æ erfiðara fyrir verk- fræðingana að framleiða hreyfil, sem hæfir þessum skrauthjúp. Það þurfti mikla uppfinningar- semi til, þegar hinir traustu, háu bílar frá árunum 1920—30 tóku að breytast æ meira í þá átt að líkjast japönskum ástar- bátum. Mikill hluti hinna raun- hæfu, tæknilegu endurbóta hafa farið í viðleitnina til að koma í veg fyrir að nýju bílarnir yrðu lakari en gömlu gerðirnar. Það er sennilegra torskilið mörgum leikmönnum, hvernig sífellt er hægt að ,,endurbæta“ hreyfil — ekki aðeins bílhreyfil, heldur hverskonar hreyfla — samtímis því sem notagildi hans fer þverrandi. Þegar hreyfill hefur verið byggður þannig að hann vinnur verk sitt vel, ætti ekki að saka þótt byggður væri utan um hann bíll, sem gleður augað. En undir eins og farið er að fikta við grundvallarhluti hreyfilsins af fegurðarástæðum, hefst úrkynjunin. Þá hefst tog- streitan milli hagnýtra krafna og fegrunarkrafna og jafnvæg- ið raskast þannig að sífellt verða að koma fleiri og fleiri „endur- bætur“ til þess að hreyfillinn geti yfirleitt starfað áfram. Af- leiðingin verður vélræn ófreskja. En hversvegna hafa sölustjór- ar bílframleiðendanna krafizt þessara breytinga? Af því að bílasalarnir víðsvegar um land- ið hafa krafizt þess. Það eru þeir sem hafa eyðilagt amerísku bílana. Hinn almenni bílasali græðir mest á því að selja dýra bíla og mikið af þeim. Það er ekki auðvelt að fá viðskipta- vinina til að kaupa nýjan bíl annað hvert ár, þegar traustur bíll getur hæglega dugað í átta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.