Úrval - 01.08.1949, Síða 85
ER OFVÖXTUR HLAUPINN 1 AMERlSKU BlLANA?
83
fegurð. En þessir breiðnefjuðu,
krómgljáandi bílar sem nú fást,
eru vissulega ekki að allra skapi.
Bílasalarnir segja að þeir séu
„smart“, við skulum láta okkur
nægja að segja, að þeir séu í-
burðarmiklir. í stuttu máli má
segja, að frá sjónarmiði kaup-
endanna séu bílarnir sífellt að
hækka í verði, reksturskostn-
aðurinn að aukast, útlitið að
verða æ furðulegra og notagild-
ið sé að sama skapi þverrandi.
Hvernig hefur allt þetta mátt
ske? Það er augljóst mál. Sein-
asta mannsaldurinn hafa ame-
rískir bílar ekki verið byggðir
af tæknilegum sérfræðingum,
heldur bílasölunum og auglýs-
ingamönnunum, sem vildu fá
bíla, er „voru miklir útlits.“
Jafnframt hefur eins og vænta
má orðið æ erfiðara fyrir verk-
fræðingana að framleiða hreyfil,
sem hæfir þessum skrauthjúp.
Það þurfti mikla uppfinningar-
semi til, þegar hinir traustu,
háu bílar frá árunum 1920—30
tóku að breytast æ meira í þá
átt að líkjast japönskum ástar-
bátum. Mikill hluti hinna raun-
hæfu, tæknilegu endurbóta hafa
farið í viðleitnina til að koma í
veg fyrir að nýju bílarnir yrðu
lakari en gömlu gerðirnar.
Það er sennilegra torskilið
mörgum leikmönnum, hvernig
sífellt er hægt að ,,endurbæta“
hreyfil — ekki aðeins bílhreyfil,
heldur hverskonar hreyfla —
samtímis því sem notagildi hans
fer þverrandi. Þegar hreyfill
hefur verið byggður þannig að
hann vinnur verk sitt vel, ætti
ekki að saka þótt byggður væri
utan um hann bíll, sem gleður
augað. En undir eins og farið
er að fikta við grundvallarhluti
hreyfilsins af fegurðarástæðum,
hefst úrkynjunin. Þá hefst tog-
streitan milli hagnýtra krafna
og fegrunarkrafna og jafnvæg-
ið raskast þannig að sífellt verða
að koma fleiri og fleiri „endur-
bætur“ til þess að hreyfillinn
geti yfirleitt starfað áfram. Af-
leiðingin verður vélræn ófreskja.
En hversvegna hafa sölustjór-
ar bílframleiðendanna krafizt
þessara breytinga? Af því að
bílasalarnir víðsvegar um land-
ið hafa krafizt þess. Það eru
þeir sem hafa eyðilagt amerísku
bílana. Hinn almenni bílasali
græðir mest á því að selja dýra
bíla og mikið af þeim. Það er
ekki auðvelt að fá viðskipta-
vinina til að kaupa nýjan bíl
annað hvert ár, þegar traustur
bíll getur hæglega dugað í átta