Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 115
DAUÐI, HVAR ER BRODDUR ÞINN ?
annað augnalok hans hékk dá-
lítið niður. Hann reyndi að brosa.
Putnam sagði, að nauðsynlegt
væri að skera Jonna upp hið
fyrsta og það yrði að gerast i
New York. Við lögðum af stað
í sjúkrabifreið snemma næsta
morgun. Leiðin var löng og það
var kalsaveður og rigning. Jonni
mókti og Frances hélt í hönd-
ina á honum. Jonni fékk góða
stofu í Taugasjúkdómahælinu
og við drógumst ósjálfrátt inn í
hina vélrænu starfssemi, sem
einkennir nútíma sjúkrahús.
Þessi bygging! — Hún varð
virki allra vona okkar og ótta
í meira en ár, prísund allra
drauma okkar.
Næsta morgun bar minna á
máttleysi í augnaloki Jonna.
En þegar leið á daginn, fékk
hann svæsinn höfuðverk, og það
var raunar eina kvalakastið sem
hann fékk, þangað til daginn sem
hann dó. Hann tautaði gremju-
lega: „Pabbi, mér finnst eins og
hnífur sé rekinn gegnum höfuð-
ið á mér við hvert æðaslag.“ Það
var ekki hægt að gefa honum
deyfandi lyf, vegna rannsóknar-
innar, sem stöðugt stóð yfir.
Það voru teknar röntgenmynd-
ir og heilabylgjulínurit af Jonna,
sjónsviðið mælt og gerðar marg-
113
ar aðrar þreytandi tilraunir á
honum, til þess að reyna að stað-
setja meinið eins nákvæmlega
og unnt var. Taugasérfræðing-
ar spurðu okkur spjörunum úr.
Hafði hann fengið högg á höf-
uðið? Hafði hann átt vanda til
uppsölu'? Hafði hann séð tvö-
falt, hafði borið á nokkru óeðli-
legu í sambandi við gang hans,
bragð, lyktarskyn eða heyrn?
Við svöruðum skelfd: „Nei . . .
Nei!“ Þessi ægilegi bölvaldur
hafði komið okkur í opna
skjöldu og án þess að gera boð
á undan sér.
Jonni var skorin upp 29.
apríl 1946. Hann var fluttur
inn í skurðstofuna klukkan
11.10 um morguninn og kom
þaðan aftur klukkan 5.20 síð-
degis. Þessar sex stundir voru
þær lengstu, sem við Frances
höfðum lifað. Hjúkrunarkonan
spurði okkur, eins og ekkert
væri, hvort hann væri einka-
barn okkar.
Það er feikilega vandasöm
skurðaðgerð, að opna höfuð-
kúpu og skera burt heilaæxli.
Allt veltur á því, hvers konar
æxli er um að ræða. Það eru
um fimmtíu tegundir heilaæxla,
sumar tiltölulega góðkynja.
Æxli Jonna reyndist vera