Úrval - 01.08.1949, Side 115

Úrval - 01.08.1949, Side 115
DAUÐI, HVAR ER BRODDUR ÞINN ? annað augnalok hans hékk dá- lítið niður. Hann reyndi að brosa. Putnam sagði, að nauðsynlegt væri að skera Jonna upp hið fyrsta og það yrði að gerast i New York. Við lögðum af stað í sjúkrabifreið snemma næsta morgun. Leiðin var löng og það var kalsaveður og rigning. Jonni mókti og Frances hélt í hönd- ina á honum. Jonni fékk góða stofu í Taugasjúkdómahælinu og við drógumst ósjálfrátt inn í hina vélrænu starfssemi, sem einkennir nútíma sjúkrahús. Þessi bygging! — Hún varð virki allra vona okkar og ótta í meira en ár, prísund allra drauma okkar. Næsta morgun bar minna á máttleysi í augnaloki Jonna. En þegar leið á daginn, fékk hann svæsinn höfuðverk, og það var raunar eina kvalakastið sem hann fékk, þangað til daginn sem hann dó. Hann tautaði gremju- lega: „Pabbi, mér finnst eins og hnífur sé rekinn gegnum höfuð- ið á mér við hvert æðaslag.“ Það var ekki hægt að gefa honum deyfandi lyf, vegna rannsóknar- innar, sem stöðugt stóð yfir. Það voru teknar röntgenmynd- ir og heilabylgjulínurit af Jonna, sjónsviðið mælt og gerðar marg- 113 ar aðrar þreytandi tilraunir á honum, til þess að reyna að stað- setja meinið eins nákvæmlega og unnt var. Taugasérfræðing- ar spurðu okkur spjörunum úr. Hafði hann fengið högg á höf- uðið? Hafði hann átt vanda til uppsölu'? Hafði hann séð tvö- falt, hafði borið á nokkru óeðli- legu í sambandi við gang hans, bragð, lyktarskyn eða heyrn? Við svöruðum skelfd: „Nei . . . Nei!“ Þessi ægilegi bölvaldur hafði komið okkur í opna skjöldu og án þess að gera boð á undan sér. Jonni var skorin upp 29. apríl 1946. Hann var fluttur inn í skurðstofuna klukkan 11.10 um morguninn og kom þaðan aftur klukkan 5.20 síð- degis. Þessar sex stundir voru þær lengstu, sem við Frances höfðum lifað. Hjúkrunarkonan spurði okkur, eins og ekkert væri, hvort hann væri einka- barn okkar. Það er feikilega vandasöm skurðaðgerð, að opna höfuð- kúpu og skera burt heilaæxli. Allt veltur á því, hvers konar æxli er um að ræða. Það eru um fimmtíu tegundir heilaæxla, sumar tiltölulega góðkynja. Æxli Jonna reyndist vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.