Úrval - 01.08.1949, Side 5
UNGT, ÞÝZKT SKÁLD
3
að sér húsfýlli í hverju leikhúsi
Vestur-Þýzkalands á fætur
öðru.
Þegar fyrírsjáanlegt var, að
veikindin myndu binda endi á
allar framavonir Borcherts sem
leikara, fór hann að helga sig
skáldskapnum af meiri alvöru.
Hann birti ljóð og óbundið mál
í skopblöðunum og bókmennta-
tímaritum og fékk útgefendur
bæði að ljóðum sínum og sög-
um; Ijóðabókin „Laterne, Nacht
und Sterne“ og smásagnasöfnin
,,Die Hundeblume“ og „An die-
sem Dienstag“ komu út á árinu
1947 og seldust vel. Um þessar
mundir hefur Rowohlt Verlag
í Hamborg í undirbúningi eins
bindis útgáfu á verkum hans,
þar sem birtast eiga öll kvæði
hans, sögur og leikrit, auk alls
sem óprentað er.
I leikritinu „Draussen vor der
Tiir“ — sem er í senn óttafull,
raunsæ frásögn í blaðamanna-
stíl og hryllilegt draumaspil —
er eitt atriði þar sem aðalper-
sónan, Beckmann hermaður,
heimkominn úr rússnesku her-
fangelsi, syngur bituryrtar og
berorðar vísur fyrir kabarett-
leikstjóra. Borchert vissi af eig-
in reynslu, hvernig slíkir póten-
tátar eru. Leikstjórinn telur, að
vísurnar séu vissum kostum
búnar, en gallarnir yfirgnæfa;
þær eru of beinskeyttar, of
hreinskilnar, of tillitslausar.
„Hver yrði endirinn, ef allir
tækju allt í einu upp á því að
segja sannleikann? Hver hefur
innst inni löngun til að heyra
sannleikann nú á tímum?“
Þetta er sjónarmið, sem geng-
ur eins og rauður þráður gegn-
um skáldskap Borcherts, og
jafnvel þar sem aðeins má lesa
það á milli línanna, þarf ekki
að efast um, að skáldið fordæm-
ir það eindregið. I einni af beztu
smásögunum hans, „Der Kaffee
ist undefinierbar“, sem gerist
í reykmettaðri, hráslagalegri
kaffistofu á járnbrautarstöð,
þar sem ríkir eirðarleysi og sí-
felldur erill, tilkynnir ung stúlka
borðfélögum sínum, að hún ætli
að fyrirfara sér. Þessi barnalega
opinberun — sem enginn trúir
á — vekur almenna gremju.
Einn af mönnunum segir um-
svifalaust, að stúlkan sé vit-
skert, og þursalegur brauðsali
apar á sínu máli upp orð kabar-
ettleikstjórans: „Það yrði með
öllu ólíft í heiminum, ef allir
segðu það sem þeir hugsa.“
Beckmann hermaður, sem Bor-
chert lætur einkum flytja boð-
ii=