Úrval - 01.08.1949, Side 86
84
ÚRVAL
til tólf ár. Afleiðingin er sú, að
að sala bílanna fer frara í Ame-
ríku líkara því sem væru þeir
kventízkuvarningur. Til þess að
geta haldið við hinni hröðu um-
setningu verður að koma „nýtt
lag“ á hverju ári. En nýja gerð-
in má þó ekki vera alltof frá-
brugðin gerðinni árið á undan
— að því leyti eru bílasalarnir
ólíkir tízkuherrunum.
Ef takast á að fá viðskipta-
vininn til að láta af hendi sem
sagt nýjan bíl fyrir nýja gerð,
verður bílasalinn að vera reiðu-
búinn að kaupa gamla bílinn —
og hann verður að seljast, helzt
með svolitlum hagnaði, eða þeg-
ar verst gegnir með tapi, sem
ekki má þó vera svo mikið, að
það gleypi allan hagnaðinn af
sölu nýja bílsins. Þessvegna
hafa bílasalarnir nánar gætur
á markaðsverði notaðra bíla, og
ef einhver verksmiðja tæki upp
á því að koma með algerlega.
nýja gerð, gjörólíka öllum eldri
gerðum, myndu allir notaðir
bíiar samstundis verða úrelt-
ir.
Eitt dæmi varpar skýru ljósi
á, hve máttvana framleiðendur
eru, þegar þeir vilja koma á
minniháttar endurbótum.
Skömmu fyrir styrjöldina voru
nokkrir þeirra orðnir áhyggju-
fullir út af hinni sívaxandi
skreytingu, krómuðum hlutum
o. s. frv., sem ekki var hægt að
gera með vélum, og sem vegna
síhækkandi vinnulauna gerðu
bílana óþarflega dýra í fram-
leiðslu.
Framleiðendurnir komu því
saman til fundar og samþykktu,
að þeir skyldu takmarka þessa
tegund skreytingar og draga úr
henni smám saman á næstu ár-
um. En bílasalarnir börðust
gegn þessu, það var einmitt hið
skínandi króm o. s. frv. sem
auðveldaði söluna á notuQum bíl-
um, og nýju bílarnir verða eftir
eitt eða tvö ár að vera seljan-
legir sem notaðir bílar. Bíia-
framleiðendurnir þora ekki að
ganga í berhögg við þetta og
engin róttæk breyting eða end-
urbót hefur orðið. Ef kjarnork-
an yrði skyndilega nothæf til
að knýja bíla, myndu bílafram-
leiðendurnir ekki þora að taka
hana í notkun!
Bílaframleiðendurnir segja
oft, að framfarirnar í bílaiðn-
aðinum séu ekki bylting heldur
þróun. Bílarnir verða enn að
dragast með margt af því sem
talið var nauðsynlegt fyrir f jöru-
tíu árum. Þeir álíta einnig, að