Úrval - 01.08.1949, Síða 124
122
tTRVAL
þess að komast að raun um, hve
vel hann væri lesinn. Annar
kennarinn vildi halda aftur af
honum, en við það var ekki kom-
andi. — Hann stóðst prófið.
Sjúkdómurinn færðist aftur í
aukana. Sár mynduðust á höfði
fians á nýjan leik og hann fékk
háan hita. Allir — nema Ger-
;son — töldu sjálfsagt, að smá-
vegis skurðaðgerð yrði gerð á
honum, til þess að koma í veg
fyrir, að sárin sýktu frá sér.
Gerson barðist gegn skurðað-
:gerðinni meðal annars af því,
að hann áleit, að Jonni myndi
ekki þola svæfinguna.
Síðan hófst togstreitan milli
læknanna. Þeir gátu aðeins gef-
:ið ráð og bendingar; lokaákvörð-
unina urðum við sjálf að taka.
Loks var skurðaðgerðin ákveð-
in, og Jonni var aftur fluttur á
Taugasjúkdómahælið.
En daginn, sem uppskurður-
inn átti að fara fram, opnaðist
bólguhnúskurinn á höfði Jonna
af sjálfsdáðum, eins og Gerson
hafði sagt fyrir. Dr. Mount, að-
stoðarlæknir Putnams, sagði
mér, að hann hefði tæmt gröft
úr kýli, sem náði fimm senti-
metra inn í heilann.
Nú fór Jonna bráðbatnandi.
Hann las mikið og lék á als oddi.
Hann lauk öðru prófi, sem hann
varð að taka innan ákveðins
tíma, og þó var sífellt verið að
trufla hann með símtölum, og
sjúkrahússreglurnar voru hon-
um til mikils ama.
Bólguhnúskurinn skelfilegi
var algerlega horfinn — lækn-
irinn hafði tæmt gröftinn úr
honum. Höfuð Jonna var eins
slétt og eðlilegt og mitt. Við vor-
um farnir að ráðgera, að láta
setja málmþynnu yfir opið
næsta ár, og þar með væri allt
komið í lag. Mount læknir sagði
okkur, að sjón Jonna væri orðin
eðlileg, en það taldi hann merki
þess, að vöxtur æxlisins væri
stöðvaður.
Jonni var kátur og vongóður.
Hann sagði við einn þeirra, sem
heimsóttu hann: „Læknarnir
eru farnir að rífast um það sín
á milli, hver þeirra hafi lækn-
að mig.“
Það er hulin ráðgáta fram
á þenna dag, hver var orsökin
til þess að Jonna batnaði svo
skyndilega. Það er hægt að geta
sér til um hana, en enginn veit
neitt með vissu. Það hafa ef
til vill verið geislarnir, því að
áhrif þeirra koma oft ekki í
ljós fyrr en eftir á; það kann
að hafa verið sinnepsgasið; eða