Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 50
48
ÚRVAL
„Fiestir stúdentarnir koma nú
úr verklýðsstétt.“ Auk þess
sagði hann, að „æskilegt væri
að sem flestir liðsforingjar væru
úr hópi verkamanna". Með öðr-
um orðum „stéttaher", sem sýna
mundi Sovétríkjunum fulla holl-
ustu, ef til stríðs kæmi. Það er
sennilega engin tilviljun, að rót-
tækust hefur hreinsunin verið
einmitt innan hersins. Ekkert
óttast Rússar eins mikið og ó-
trygga hermenn, sem stjórn-
að er af liðsforingjum, sem virð-
ast vera áreiðanlegir, en eru
raunverulega fylgjandi Vestur-
veldunum. Þetta sama vandamál
er í öllum nágrannaríkjunum —
Póllandi, Ungverjalandi, Rúm-
eníu og Búlgaríu, auk Tékkósló-
vakíu, sem er hernaðarlega mik-
ilvægust.
En það væri rangt af Vestur-
veldunum að ætla, að Tékkar
muni bjóða væntanlega „frels-
ara“ velkomna. Þó að margir
Tékkar beri hlýjan hug til Breta,
er sú tilhugsun, að Þjóðverjar
muni ef til vill hjálpa til við
frelsunina, eða vera að minnsta
kosta bandamenn Vesturveld-
anna, nægileg til þess að varpa
Tékkum í fangið á Rússum. Og
hver óskar raunverulega eftir
stríði ?
Það er ákaflega mikilvægt, að
endurreisn Tékkóslóvakíu tak-
ist vel. Ef Tékkóslóvakía réttir
við á fimm árum eða svo, en
Frakkar og Belgar hjakka í
sama farinu — hvílíkur sigur
væri það ekki yfir Marshalllönd-
unum! Nú þegar fara 25% af
útflutningi landsins til Sovét-
ríkjanna, og viðskiptin eiga eftir
að aukast enn. Það er athyglis-
vert við fimm ára áætlunina, að
þungaiðnaðinn á að tvöfalda, en
annan iðnað á aðeins að auka
óverulega. Takmarkið er að gera
landið óháð „kreppum auð-
valdsríkjanna“. Markaður fyrir
tékkneskar glervörur og skó-
fatnað er takmarkaður í útlönd-
um, en vélar, eimreiðir, dráttar-
vélar og bíla er hægt að selja ó-
takmarkað. Matvælaástandið fer
jafnt og þétt batnandi, og þess
er vænzt, að hægt verði að af-
nema skömmtunina eftir eitt eða,
tvö ár.
Fyrirkomulag smásöluverzl-
unarinnar er einnig eftir rúss-
neskri fyrirmynd. Það eru opn-
ar búði með óskömmtuðum en
dýrum vörum, og geta verka-
menn sem hafa góð laun, keypt
þar góðar vörur og bætt sér
þannig upp skömmtunina. Jafn-
framt er með þessu tekið fé úr