Úrval - 01.08.1949, Side 62
60
C'RVAL
selja henni þessar vörur kom-
ast æ nær því að verða sjálfum
sér nóg, einnig með iðnaðar-
vörur. Sama máli gegnir að
vísu um Austur-Evrópu, sem
hefur alla möguleika á að verða
sjálfri sér nóg. En efnahags-
þróuninni í Austur-Evrópu væri
hægt að hraða mikið með hag-
kvæmri vinnuskiptingu milli
Iandanna í Austur- og Vestur-
Evrópu og víðtækum vöruskipt-
um. Alþjóðaskrifstofurnar í
Genf og París láta líka einskis
ófreistað að benda á þetta. Ýms-
ir verzlunarsamningar, t. d.
samningar Englands við Póllaná
og Júgóslavíu, Svíþjóðar við
Pólland, og Danmerkur við
Austur-Þýzkaland og ýms Aust-
ur-Evrópulönd, gefa til kynna,
að járntjaldið sé ekki óyfirstíg-
anleg hindrun fyrir verzlunina.
Ljóst er, að endurreisnaráætl-
anir Evrópulandanna verða í
miklu ríkari mæli en hingað tíl
að byggjast á aukinni verzlun
milli Austur- og Vestur-Evrópu.
• ¥ •
Áiirifamikil sjúkdómsgreining.
Læknar tala enn um það, þegar Edward Strecker, prófessor
í tauga- og geðsjúkdómafræði við háskólann í Pennsylvaníu
læknaði sjúkling, sem þjáðist af að því er virtist ólæknandi geð-
veiki, fyrir augum nemenda sinna.
Strecker var með hóp stúdenta á stofugangi og kom meðal
annars að rúmi Láru, sem hafði verið sjúklingur á spítalanum
í 15 ár og þjáðst af schizophrenia (persónuklofning). Hún lá
alltaf í hnipri í rúminu, borðaði ekki nema hún væri neydd til
þess og hafði ekki mælt orði í þrjú ár. „Þaö er einkenni á
sjúkdómi Láru,“ sagði Strecker, ,,að hún hefur klofið sig frá veru-
leikanum. Við vitum ekki hvað hefur knúð hana til þess, en
samkvæmt kenningum Freuds um schizophrenia hefur hún
leitað aftur í frumbernsku, stelling hennar er sú sama og stell-
ing fóstursins í móðurlífi." Rétt í þessu kom hjúkrunarkona og
kallaði á Strecker I símann.
Lára lyfti höfðinu og horfði á eftir honum. Svo sagði hún,
eftir þriggja ára þögn: „Hafið þið nokkurn tíma heyrt aðra
eins bölvaða vitleysu ?“ Og uþp frá þessu fór Láru dagbatn-
andi, og útskrifaðist af hælinu heilbrigð eftir nokkrar vikur, og
hún var andlega heilbrigð unz hún dó tíu árum síðar úr hjarta-
sjúkdómi. — The Saturday Evening Post.