Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 63
Margskonar fróðleikur og nýjungar —
/ stuttu máli.
Úr „Cavalcade", Magazine Digest“, „Politikens Magasin",
„Science News Letter“ og „Science Digest".
Hwndrað og fimmtíu kílómetrar
af bókum.
Svo löng yrði röð bókanna í
British Museum, ef þeim væri
öllum raðað hlið við hlið.
Hve margar bækur eru þá í
þessu mikla safni, sem á engan
sinn líka um víða veröld, nema
ef til vill franska þjóðbókasafn-
ið ? Þær hafa aldrei verið taldar
nákvæmlega, en gizkað er á að
þær séu milli é1/^ og 5 milljónir.
1 aðalbókaskránni sem er 1400
bindi, eru talin 8 milljón verk,
en þar eru meðtaldar tónsmíð-
ar, landabréf og dagblöð.
1 safninu er að finna elztu,
fágætustu og dýrmætustu rit,
sem prentuð hafa verið. Venju-
legum dauðlegum mönnum þyk-
ir kappnóg að borga nokkra
tugi króna fyrir eina bók. Safn-
arar kaupa stundum bók fyrir
nokkur hundruð eða þúsundir
króna. En allt eru þetta smá-
munir samanborið við verðgildi
sumra bókanna í British Muse-
um — margar eru metnar á yfir
milljón krónur eintakið.
Gott eintak af biblíu Guten-
bergs, sem er ein hinna fyrstu
bóka, sem prentaðar voru, er
metið nokkuð á aðra milljón
króna, en safnið á tvö eintök
af henni.
Annar dýrgripur er fyrsta
bókin, sem prentuð var á enska
tungu. Hún fjallar um skák og
var prentuð árið 1474. í sama
flokki er fyrsta útgáfa af „Can-
terbury-sögum“ Chaucers, en af
henni eru aðeins tvö eintök til;
ennfremur Coverdalesbiblían f rá
1535, en það var fyrsta heildar-
útgáfa Biblíunnar á ensku.
En menn mega ekki halda, að
það séu eintómar gamlar bækur
í British Museum. Daglega bæt-
ast við nýjar bækur, blöð og rit-
lingar, hvaðanæva úr brezka
samveldinu, og eru útgefendur
skyldir að láta safninu í té eitt
eintak af hverju riti, sem þeir
gefa út.
Af útlendum bókum á safnið
geysimikið og kaupir stöðugt
bækur um allan heim, til þess
að auka það. Ef mann langar